Meirihlutaviðræður E og H-lista:
Andinn góður í viðræðunum
31.Maí'18 | 18:32Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans stendur í ströngu þessa dagana. Hún ásamt félögum sínum á listanum eru í viðræðum við Eyjalistann um að mynda meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Íris segir í samtali við Eyjar.net vonast til að niðurstaða fáist fljótlega í viðræðunum.
Hún segir andann góðann í viðræðunum og þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Eyjar.net halda viðræður milli framboðanna áfram nú í kvöld.
Er Íris er spurð útí hvort það séu mörg mál þar sem að þurfi að tala sig niður á niðurstöður á milli framboðanna segir hún að það séu alltaf einhver mál sem þurfi að lenda. „En svo er líka mikill og góður samhljómur í öðrum málum.”
Eitthvað sem að þú vilt koma á framfæri við bæjarbúa?
Ég vil þakka aftur fyrir stuðninginn og eigið þið gleðilega Sjómannadagshelgi.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...