Kröf­ur Eyjalist­ans ekki hunsaðar

29.Maí'18 | 13:16
IMG_2810

Fulltrúar flokkana hittust í gærkvöldi. Hér má sjá Írisi taka á móti Njáli. Ljósmynd/TMS

„Við för­um fram með ákveðnar kröf­ur og þær verða ekk­ert hunsaðar,“ seg­ir Njáll Ragn­ars­son bæj­ar­full­trúi Eyjalist­ans, sem er í odda­stöðu í Vest­manna­eyj­um. Flokk­ur­inn fékk einn mann kjör­inn en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fyr­ir Heima­ey þrjá menn hvor.

Njáll seg­ir í samtali við mbl.is að óform­leg­ar viðræður hafa átt sér stað við báða flokk­ana í gær. „Við vor­um að fara þar yfir úr­slit kosn­ing­anna, hvernig sam­starf þau sjá fyr­ir, hvar við erum sam­mála mál­efna­lega og hvar okk­ur grein­ir á og hvernig við vilj­um for­gangsraða næstu árin.“

Eyjalist­inn muni svo funda með baklandi sínu í kvöld. „Við verðum með fé­lags­fund þar sem farið verður yfir mál­in og vænt­an­lega fáum við ein­hverja vís­bend­ingu um það hvað við ger­um í fram­hald­inu.“

Fyr­ir Heima­ey mun einnig funda með baklandi sínu í kvöld og staðan þá met­in að sögn odd­vit­ans Íris­ar Ró­berts­dótt­ur. Hún tel­ur mál­efna­leg­an grund­völl fyr­ir frek­ari viðræðum við Eyjalist­ann. „Það var mín upp­lif­un að mestu leyti að þetta væri já­kvætt,“ seg­ir hún.

Njáll seg­ir Eyjalist­ann enn ekki úti­loka sam­starf við neinn. „Auðvitað er þetta snú­in staða að mörgu leyti og kannski ekki jafn auðvelt og marg­ir myndu halda, en ég held að það sé ekk­ert búið að loka á neitt,“ seg­ir hann.

Spurður hvort hann muni selja sig dýrt kveðst hann Eyjalist­ann horf­ast í augu við það að hafa misst mann í kosn­ing­un­um og átti sig á þeirri stöðu. „En þegar allt kem­ur til alls þá snýst þetta um það að gera það sem er best fyr­ir bæ­inn og þá er það kannski vilji bæj­ar­búa að hags­mun­ir bæj­ar­ins verði tekn­ir ofar hags­mun­um okk­ar,“ seg­ir Njáll. „Við erum í odda­stöðu og vit­um af  því og í öll­um okk­ar samn­ing­um þá hugs­um við út í það að gleym­ast ekki í þessu öllu sam­an.“

Eyjalist­inn fari fram með ákveðnar kröf­ur sem ekki verði hunsaðar, til að mynda í mennta­mál­um. „Við fór­um af stað með ákveðnar pæl­ing­ar í skóla­mál­um og vilj­um setja púður í það, svo kem­ur bara í ljós hver er til­bú­inn að vinna með okk­ur að því.“

 

Mbl.is

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).