Sveitarstjórnarkosningar 2018:

Rúmlega fjórðungur Eyjamanna greiddi atkvæði utankjörfundar

26.Maí'18 | 12:44
kjorkassi_litil

Hægt er að kjósa í Barnaskóla Vestmannaeyja. Mynd/TMS

Á hádegi í dag höfðu 216 bæjarbúar kosið á kjörstað í sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum. Það eru 6,8 % kjörsókn, en það er heldur minna en á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014, en þá var kjörsókn 8 %. 

Met í utankjörfundaratkvæðum

Á kjörskrá eru 3.162. Athygli vekur að framkomin utankjörfundaratkvæði eru 796 talsins, eða 25,2% og skýrir þessi mikla utankjörfundar-atkvæðagreiðsla minni kjörsókn á kjörstað.

Enn má búast við að fáein atkvæði bætist við utankjörfundar. Til samanburðar má geta þess að utankjörfundaratkvæði voru alls 361 eða 11,4% í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2014. Mesta kjörsókn utankjörfundar til þessa var árið 2006, þegar kosið var til sveitarstjórnar. Þá kusu 22,5% utankjörfundar. Er þetta því met utankjörfundaratkvæðagreiðsla nú, hvort sem það er í sveitarstjórnar - alþingis eða forseta-kosningum.

Tags

X2018

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.