Sveitarstjórnarkosningar 2018:

Kjörsókn að glæðast

26.Maí'18 | 16:28
kjorstadur

Hægt er að kjósa til klukkan 22.00 í kvöld í Barnaskólanum. Ljósmynd/TMS

Klukkan 16.00 í dag höfðu 37,6% kjósenda í Vestmannaeyjum kosið til sveitarstjórnar. Er það ívið meiri kjörsókn en á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum síðan. Þá höfðu 1145 manns kosið (36,1%) á móti 1189 nú.

Á kjörskrá nú eru 3.162. Athygli vekur að framkomin utankjörfundaratkvæði eru 796 talsins, eða 25,2%. Enn má búast við að fáein atkvæði bætist við utankjörfundar í kvöld. Til samanburðar má geta þess að utankjörfundaratkvæði voru alls 361 eða 11,4% í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2014. 

Altt stefnir í að kjörsóknin verði betri í dag en hún var fyrir fjórum árum. Kjörfundur er í Barnaskólanum og stendur hann til klukkan 22.00 í kvöld.

Tags

X2018

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%