Hlynur setur Íslandsmet í 3000m hindrun

26.Maí'18 | 19:34
hlynur_andr

Hlynur Andrésson

Vestmannaeyingurinn Hlynur Andrésson sem keppir fyrir Eastern Michigan háskólann setti rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi  á austur-úrtökumótinu fyrir NCAA meistaramót bandarískra háskóla. kappinn kom í mark á tímanum 8:44.11 mín.  

Á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands segir að Hlynur hafi náð 4. sæti af 48 keppendum, en alls fara 12 efstu áfram á lokamótið sem fram fer í Eugene Oregon í byrjun júní. Hlynur fylgdi því eftri frábærum árangri Hilmars Arnar Jónssonar sem tryggði sig einnig inná lokamótið sl. fimmtudag í sleggjukasti.

Fyrra metið átti Sveinn Margeirsson UMSS, 8:46,20 mín frá 2003, því er bætingin rúmar 2 sekúndur. Hlynur á nú Íslandsmetin í 5000m,  100000m  og 3000m hindrun.

Magnað og innilega til hamingju Hlynur Andrésson!

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.