Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar:

Gleðilegan kjördag

26.Maí'18 | 10:01
hildur_solv_18

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Kæru kjósendur í Vestmannaeyjum. Í dag leggja ég og félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum verk okkar undanfarin ár í dóm kjósenda. Það sem fyrst og fremst greinir okkur frá öðrum framboðum er dýrmæt reynsla við styrka og án alls vafa farsæla stjórnun sveitarfélagsins svo eftir er tekið. 

Í öllum framboðum eru efnilegir einstaklingar að leggja hönd sína á plóginn við að gera gott samfélag enn betra. Framundan verða miklar breytingar á bæjarstjórn sem að öllum líkindum verður söguleg, að því leyti að hún verður í fyrsta skipti skipuð konum að meirihluta og óska ég Vestmannaeyingum innilega til hamingju með þann áfanga og framboðunum öllum til hamingju með að treysta konum jafnt sem körlum í framlínu sína. Þó breytingar og endurnýjun séu af hinu góða og nauðsynlegar þá tel ég ekki skynsamlegt að kollvarpa því sem vel hefur gengið. Að endingu óska ég öllum Vestmannaeyingum gleðilegs kjördags og hvet alla til að nýta sinn lýðræðislega rétt sem sannarlega er ekki öllum sjálfgefinn.

 

Nú kjördagur nálgast óðum

og nóg er af peyjum og fljóðum

sem öll þitt atkvæði vilja,

en eitt þarft þú fyrst að skilja.

 

Bakarinn brauðið hann brenndi

og íbúum lexíu kenndi

að vera ekki í móinn að malda

heldur kjósa einn flokk til valda.

 

Samfélag losuðu úr skuldaklafa,

sveitarstjórnarreynslu þau hafa.

Bæjarfulltrúa þurfa nú fjóra

með framhaldsskóla- og útgerðarstjóra.

 

Sameinuð tryggt hafa samgöngur betri,

sýnt hafa kjark sinn á nýliðnum vetri.

Bættu vel þjónustu við foreldra og börn,

boðuðu hvali en ekki ísbjörn.

 

Við Hamarsskóla hús vilja byggja,

á hugmyndum sínum þau ekki liggja.

Ef bæjarstjóri vilt að Elliði sé

þá seturðu einfaldlega x við D

(HSS)

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

 

Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kosningum til sveitarstjórnar í dag.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.