Arnar Pétursson skrifar:

Þessu þarf að breyta

25.Maí'18 | 17:39
Arnar_P_op

Arnar Pétursson

Íþrótta- og æskulýðsmál er einn af mikilvægustu málaflokkum í rekstri sveitarfélaga. Forvarnargildi íþrótta- og æskulýðsstarfa þekkja allir og hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf séu líklegri til að fá hærri einkunnir, séu með meira sjálfstraust og þjáist síður af kvíða og þunglyndi. 

Einnig hafa margar rannsóknir sýnt fram á að góð áhrif hreyfingar á bæði líkamlegan og andlegan líðan ungmenna. Maður myndi því ætla að fjármunum varið til þessa málaflokks væri vel varið. 

Það eru kosningar á laugardaginn og þar sem íþróttir og æskulýðsmál skipta mig töluverðu máli er hér léttur samanburður á rekstrar og afreksstyrkjum sem sveitarfélögin Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjar greiða til sinna íþróttafélaga. Þessi sveitarfélög eru á svipuðum stað hvað varðar fjárhagslegan styrkleika og öll eiga þau það sameiginlegt að sjálfstæðismenn hafa verið við völd nánast eins lengi og elstu menn muna. Nálgunin ætti því að vera svipuð, skyldi maður ætla.

Rekstrar- og afreksstyrkur er styrkur þar sem bæjarfélögin styðja við félögin sín með árlegum fjárframlögum.

Í samstarfsamningi milli Garðabæjar og UMF Stjörnunnar segir; „ Garðabær skal greiða UMF Stjörnunni árleg fjárframlög samkvæmt greiðsluáætlun sem fjármálastjóri Garðabæjar gerir í umboði bæjarstjóra og í samvinnu við framkvæmdastjóra Stjörnunnar“ Alls eru þetta 120.800.000 kr á árinu 2017 og skiptust þær í framlög til almenns rekstrar, afreksstarfsemi og þróunarmála.

Í textanum um framlag til afreksstarfssemi sem er upp á 54.200.000 kr. segir; „Framlagið skal m.a. nýtt til að greiða hluta af kostnaði við rekstur Stjörnuheimilisins og daglegs rekstrarkostnaðar s.s. launa framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna sem sjá m.a. um rekstur og skipulag barna- og unglingastarfsins.“

Rekstrar- afreksstyrkir fyrir árið 2017 var úthlutað svona;

Garðabær; 120.800.000 kr.

Seltjarnarnes; 67.313.340 kr.

Vestmannaeyjar; 7.546.800 kr.

 

Það skal tekið fram að afreks- og rekstrarstyrkurinn sem Vestmannaeyjabær greiðir er til ÍBV héraðssambands en aðildarfélög þess eru; Fimleikafélagið Rán, Sundfélag ÍBV, Íþróttafélagið Ægir, KFS, Badmintonfélag Vestmanneyja, Blakfélag Vestmannaeyja, Karatefélag Vestmannaeyja, Ungmennafélagið Óðinn, Körfuknattleiksdeild ÍBV, Golfklúbbur Vestmannaeyja og ÍBV íþróttafélag.

Annars lítur þetta svona út. Ef Vestmannaeyjabær ætlaði sér að vera á sama stað og Garðbær þyrftu rekstrar og afreksstyrkir til ÍBV að hækka úr 7.564.800 kr. í 32.943.357 kr. en í 63.031.770 kr. ef við ætlum okkur að vera á sama stað og Seltjarnarnes.

Það er óskiljanlegt að svo miklu muni er um sambærileg sveitarfélög er að ræða og jafn mikilvægan málaflokk sem íþrótta- og æskulýðsmál eru.

Þessu eins og svo mörgu öðru þarf að breyta.

 

Arnar Pétursson 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).