Fréttatilkynning:

Samið um forathugun á gerð baðlóns í nýja hrauninu

25.Maí'18 | 12:04
lon_1

Sérstaklega hafa verið skoðaðir möguleikar á manngerðu lóni og heilsulind við Skansinn. Myndir/aðsendar

Vestmannaeyjabær og Íslenskar heilsulindir ehf (ÍH), dótturfyrirtæki Blá lónsins, hafa gert með sér samkomulag um samstarf er lítur að fýsileikakönnun er varðar gerð baðlóns, heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjabær hefur um nokkurt skeið unnið að frumkönnun á því hvort nýta megi þá miklu orku sem verður til við byggingu nýrrar sorpbrennslu í bænum, auk varma úr hrauninu, til að styrkja afþreyingu og ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Sérstaklega hafa verið skoðaðir möguleikar á manngerðu lóni og heilsulind við Skansinn sem tengd yrðu við hraunið úr Heimaeyjargosinu 1973, auk þess sem þessu samofnar hafa verið reifaðar hugmyndir um gerð sjósundsaðstöðu á Skansinum. Enskt vinnuheiti á þessum hugmyndum er „LAVASPRING VESTMANNAEYJAR“, sbr. lýsingu sem Vestmannaeyjabær hefur útbúið, segir í tilkynningu Elliða Vignissonar bæjarstjóra.

Samstarfs Vestmannaeyjabæjar og ÍH felur í sér könnun á fýsileika verkefnisins og að skoðað verði með jákvæðum hætti hugsanleg fjárfesting í verkefninu ef niðurstöður fýsileikakönnunar benda til að fjárfesting í því geti orðið hagkvæm.

„Vestmannaeyjar hafa verið að byggjast hratt upp sem áfangastaður ferðamanna og það er mikið gleðiefni fyrir okkur Eyjamenn þegar stórir fagaðilar í ferðaþjónustu sjá Vestmannaeyjar sem vænlegan kost.  Samstarfið við alþjóðlega stórfyrirtækið Merlin hefur þegar skilað verkefni sem valda mun straumhvörfum í ferðaþjónustu og skapa sterkan segul sem draga mun að ferðamenn og auka þjónustu við þá.  Allt er það án nokkurar fjárhagslegrar aðkomu Vestmannaeyjabæjar.  Við horfum nú til þess að samstarfs við ÍH verði sambærilegt verkefni.„ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

lon_2

Smelltu til að stækka

EV_2016

Elliði Vignisson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.