Sigríður Ása Friðriksdóttir skrifar:

Leikskólamál

25.Maí'18 | 12:41
sigga_a

Sigríður Ása Friðriksdóttir

Árið 2016 eignuðumst við hjónin okkar annan dreng, Erik Loga. Ég nýtti mér heimagreiðslur og sótti um leikskólapláss. Ég fór og kynnti mér málin og fékk að heimsækja bæði Kirkjugerði og Hjalla.

Ákvörðunin var tekin við ætluðum að sækja um á Hjalla. Sonur minn er fæddur í febrúar og því framalega í kennitöluröðinni og því mjög líklegt að ég fengi það sem ég sótti um.

Þegar að við fengum bréfið frá Vestmannaeyjabæ var okkur boðið leikskólapláss á Kirkjugerði. Ég hafði engar efasemdir um ferlið og taldi að farið væri eftir kennitölureglunni um inntöku hringdi í Emmu og þáði plássið.

Eftir nokkra daga þegar að aðrir foreldrar fóru að fá úthlutað plássum voru þar yngri börn en minn sem fengu úthlutað leikskólaplássi hjá Hjalla. Ég fór í málið og aflaði mér upplýsinga. Þetta voru mistök. Eftir símtöl og tölvupósta losnaði pláss hjá Hjalla og mér boðið að taka plássið.

Nei, þetta var ákveðið sonur okkar fer á Kirkjugerði. Ég vildi ekki láta hringla svona með okkur.

Í þessari aðstöðu held ég að það hefði hjálpað öllum að biðlistar væru sýnilegir og hægt hefði verið að fylgjast með hvar barnið manns var í röðinni og hvar væri að losna pláss.

Með ákvörðuninni sem við tókum tók ég líka þá ákvörðun að ég mundi kynna mér starfið og hvernig er staðið er að leikskólamálum. Ég tók við stöðu formanns foreldraráðs Kirkjugerðis sama haust og drengurinn minn hóf skólagöngu sína þar.

Leikskólarnir í Vestmannaeyjum eru tveir. Kirkjugerði og Sóli. Bærinn rekur Kirkjugerði en Hjallastefnan rekur Sóla samkvæmt þjónustusamningi við Vestmannaeyjabæ. Hér vil ég taka fram að ég ber mikla virðingu fyrir báðum leikskólunum og starfsfólki þeirra.

Í bæjarfélaginu fer sá orðrómur að Hjallastefnan sé „betra“ faglegra starf og mikil þægindi í leikskólafötum sem Hjalli fer fram á að börnin noti.

Málið er að báðir leikskólarnir eru betri.

Sonur minn fer í leikskólann sinn klukkan 08.30 brosandi kátur, elskar kennarana sína og við treystum þeim svo ótrúlega vel fyrir barninu okkar. Þvílík hlýja, umhyggja og ást sem syni okkar er sýnd. Kennslan sem fer fram á leikskólanum er ómetanleg, Lubba málhljóðakennslan, hlutverkaleikir, klæða sig, læra að nota hnífapör, ganga frá eftir sig, telja og syngja Kúst og Fæjó.

Af hverju á ég að hlusta á að annar skólinn sé betri en hinn. Ég er ekki alveg til í þetta og því mikilvægt að benda á nokkra punkta í þessu samhengi.

Leikskólar eru fyrsta skólastig barna. Leikskólar eru partur af grunnþjónustu bæjarfélags. Hvert stefnir Vestmannaeyjabær með þetta skólastig?

Ég horfði á fundinn með frambjóðendum kosninganna, þar kom það skýrt fram að bæjarstjórinn okkar hefur mikinn áhuga á að bjóða út rekstur Kirkjugerðis ef að hann fær betri þjónstu. Hvernig væri fyrir bæjarstjórn/fræðusluráð að gera sér grein fyrir því að hér í bænum eru tveir leikskólar.

Bæjarstjórn/fræðusluráð hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að með því að kaupa þjónustuna af Hjalla mundi það skapa streng sem væri svo augljós að það væri erfitt að láta það framhjá sér fara. Bæjarstjórn/fræðsuluráð hlýtur að vita að leikskólakennarar í einkareknum skólum eru betur borgaðir. Þeir geta boðið fleiri undirbúningstíma og hafa meira rými fyrir rekstrinum.

Ef bæjarstjórn/fræðsluráð telur þjónustuna á Kirkjugerði ekki „jafn góða“ verðið þið ekki að gera betur með því að aðstoða og gera umhverfið og þjónustuna meira aðlaðandi fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra?

Leiðbeinendur við leikskólana í Vestmannaeyjabæ hafa setið nám í visku í vetur, þeir leiðbeinendur sem vinna hjá Hjalla fá launahækkun en starfsmenn Vestmannaeyjabæjar hvað verður um þá? Nei engin launahækkun. Er þetta hvatinn fyrir starfsfólk sem er að leggja á sig nám? Starfsmaður Kirkjugerðis fékk þau skilaboð frá starfsfólki Sóla að koma bara yfir á Hjalla eftir námið því þar fengi hún borgað eftir því sem hún hefur lokið í námi sínu en stendur á sömu kjörum inná Kirkjugerði. Virkilega ósanngjörn staða fyrir viðkomandi aðila.

Verðum við ekki að taka smá keppnis á þetta. Mér sárnar að bæjarstjórinn skuli standa upp og segja hreint út að „ef hann fær betri þjónustu“ Þetta er þjónusta sem bæjarstjórn/fræðsluráð eru að bjóða upp á. Við getum gert betur, bæjarstjórn/fræðusluráð getur stutt betur við leikskólann Kirkjugerði og jafnað út þessa spennu. Er vilji til þess?

Ég vill fá að hrósa starfsfólki Kirkjugerðis, þið eruð frábærar allar sem ein. Þið tókuð að ykkur fleiri börn með tilheyrandi álagi á eldri deildum skólans þar sem þið hugsuðuð einungis um hag barnanna að skilja ekki 4-6 börn eftir í árganginum. Þið vilduð halda þeim öllum saman.  Þið labbið út af deildum, út úr skólanum/labbið utandyra þegar börnin fara í hvíld til að komast í kaffi eða vinnuaðstöðu/gagnabankann ykkar. Ég vildi óska að bæjarstjórinn hefði staðið upp í gær klappað ykkur á bakið og sagt ykkur að þið eruð að skila af ykkur ómetanlegu starfi fyrir bæinn. Mætið börnunum með hlýju, bros á vör og syngjandi Kúst og Fæjó þess á milli eða hvað annað sem er í umræðu samfélagsins hverju sinni.

Takk fyrir að vera þið og mæta til vinnu alla daga og hugsa vel um börnin í nýjum aðstæðum á hverjum degi. Þið eruð klárlega bestar og eigið skilið stórt TAKK.

Áfram þið!  Ég vona að bæjarstjórn vilji vera keppnis og vilji gera betur.

 

Sigríður Ása

Grunnskólakennari og formaður foreldraráðs Kirkjugerðis.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.