Styrmir Sigurðarson skrifar:

Kosningabaráttan

25.Maí'18 | 09:21
Styrmir_sig_cr

Styrmir Sigurðarson

Menn eru uppteknir að spyrða saman Sjálfstæðisflokkinn og framboðið Fyrir Heimaey. Ég spyr þó ef fylgismenn Eyjalistans eru svona fullvissir um að þetta sé einn og sami hluturinn, hvernig skýra menn þá það út að núverandi bæjarfulltrúar beggja lista samþykktu einróma þá mjög umdeildu ákvörðun að Vestmannaeyjabær myndi sjá um rekstur Herjólfs?

Er þá ekki hægt að tala um aðra framboðslista undir sama hatti að því leytinu til? Fólk getur þá í það minnsta verið með það á hreinu að H-listinn setur mörg spurningamerki við þann gjörning , sem greinilega hefur komið á daginn samkvæmt greiningu eyjar.net á innihaldi þessa samnings. 

Enn og aftur ætlum við sem stöndum fyrir okkar framboði að reyna að halda fólki við málefnin og stefnu okkar framboðs. Fólk kallar eftir opnari stjórnsýslu, vandaðri vinnubrögðum við skipulag og eftirlit með framkvæmdum á vegum bæjarins. Jafnframt fagmennsku í starfaráðningum, opnum hug gagnvart stjórnsýslunni og nágrannasveitarfélögum en staðfastri hagsmunagæslu fyrir Vestmannaeyjar.

Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr á þessum vikum sem við höfum staðið í þessari baráttu. Við ætlum að nota umboð fólksins sem ætlar sér að kjósa okkur til vandaðra og skilvirkra vinnubragða í öllum okkar málum.

Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hefur komið með ferska vinda inn í kosningaumræðuna í Vestmannaeyjum. Fólk hrósar okkur fyrir jákvæðni og vilja til að hlusta á fólkið sem ætlar sér að styðja okkur. Fólk hefur gagnrýnt mikið bæjarpólitíkina undanfarin 4 ár og ástæða okkar framboðs er svar við þeirri gagnrýni.

Nú höfum við gefið fólki sannan valkost sem vill breyta vinnubrögðum og lýðræðisumhverfi Vestmannaeyja. 
 

Við getum sannarlega sagt að þessi valkostur fyrir fólk verður að veruleika með því að kjósa okkur til starfa fyrir bæjarfélagið okkar.

 

Setjum X við H
 

Styrmir Sigurðarson
 

Höfundur skipar 12. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.