Íris Róbertsdóttir skrifar:

Í hvernig bæ viljum við búa?

25.Maí'18 | 22:09
Íris í lit_cr

Íris Róbertsdóttir

Á laugardaginn göngum við til kosninga og það er hægt að kjósa breytingar - til batnaðar. En hverju viljum við breyta; hvernig samfélagi viljum við búa í?

Við viljum samfélag þar sem allir geta haft sína skoðun og tjáð hana óhræddir. Þar sem aðgangur íbúa að öllum upplýsingum um rekstur og framkvæmdir á vegum bæjarins er opinn og greiður. Þar með skapast forsendur fyrir beinni aðkomu bæjarbúa að stórum ákvörðunum sem snúast um lífsgæði þeirra og umhverfi; forsendur fyrir beinu íbúalýðræði.

Við viljum samfélag þar sem öllum, ungum og öldnum, er veitt góð þjónusta. Þar sem fræðslumál eru forgangsmál. Þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem halda úti íþrótta- og tómstundastarfi. Þar sem gæta skal aðhalds í rekstri en jafnframt huga að því að íbúar njóti ávinnings af góðum rekstri í formi aukinnar þjónustu. Þar sem traust, virðing og samráð eru ríkjandi í samskiptum bæjaryfirvalda og þeirra sem undir þau þurfa að sækja.

Við teljum að hægt sé að gera betur á öllum þessum sviðum.

Við teljum líka að hægt sé að gera betur í hagsmunagæslu bæjarins gagnvart ríkisvaldinu; einkum í samgöngu- og heilbrigðismálum.

Það er gott að eiga heima í Vestmannaeyjum - en við getum gert enn betur á mörgum sviðum með lýðræðislegum vinnubrögðum og breyttu vinnulagi.

Við sem stöndum að framboðinu Fyrir Heimaey erum full af orku og eldmóði til að gera betur. Við erum fjölbreyttur hópur með ólíkan bakgrunn og ólíka reynslu; sennilega býsna góður þverskurður af samfélaginu sjálfu hér í Eyjum. Við eigum það öll sameiginlegt að vilja vinna af öllu afli fyrir bæjarbúa - og með bæjarbúum.


 

Kjósum með hjartanu - Fyrir Heimaey - X-H 

Íris Róbertsdóttir.

 

Höfundur skipar 1. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%