Sveinn Rúnar Valgeirsson skrifar:

Hvers vegna að setja X við H?

25.Maí'18 | 15:10
Svenni nærmynd

Sveinn Rúnar Valgeirsson

Kæru Eyjamenn, þá er komið að því að kjósa. Hvers vegna ættir þú, kjósandi góður að setja X við H á morgun. Meðal annars vegna þess að:

 

  1. Við ætlum að breyta stjórnsýslunni,
  2. Við ætlum að gera fólki kleyft að hafa sjálfstæðar skoðanir á málefnum og framkvæmdum bæjarins án þess að óttast um sinn hag.
  3. Við ætlum að auka þátttöku allmennings í ákvörðunum í öllum meiriháttar málum.
  4. Við viljum gera ferðamannaiðnaðinn að heilsárs atvinnu, ekki einungis að sumarvinnu.
  5. Við teljum að hægt sé að gera mun betur en hinir listarnir í samgöngumálum. Þar sem „ lítillæti og nægjusemi er  ekki dyggð“.
  6. Við viljum fara strax í það að leita leiða til að leysa bráðavanda í samgöngum yfir háanna tímann.
  7. Við erum ekki sérstakt áhugafólk um biðlista sama hvort þeir eru vistvænir eða disel hvorutveggja er jafn pirrandi.
  8. Við erum virkilega ósátt að fjöregg byggðarlagsins, þ.e samgöngumál séu á forræði nokkurra embættismanna.
  9. Við ætlum að læra af mistökum fyrri bæjarstjórnar. Hættum að taka allt sem stórasannleik þó það komi frá hinum ýmsu sérfræðingum. Dæmin sanna að svo er ekki.
  10. Við ætlum að gera góðan bæ betri, þar sem málefnalegar og rökstuddar athugasemdir eru vel þegnar frá bæjarbúum.

 

Á morgun göngum við til kosninga til sveitarstjórnar. Ég hvet þig - kærir kjósandi - til að nýta atkvæðisrétt þinn. Það er mikilvægt.

Komum Vestmannaeyjum á betri stað. Það gerum við með því að setja X við H.

 

Sveinn Rúnar Valgeirsson

 

Höfundur skipar 6. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.