Sveinn Rúnar Valgeirsson skrifar:
Hvers vegna að setja X við H?
25.Maí'18 | 15:10Kæru Eyjamenn, þá er komið að því að kjósa. Hvers vegna ættir þú, kjósandi góður að setja X við H á morgun. Meðal annars vegna þess að:
- Við ætlum að breyta stjórnsýslunni,
- Við ætlum að gera fólki kleyft að hafa sjálfstæðar skoðanir á málefnum og framkvæmdum bæjarins án þess að óttast um sinn hag.
- Við ætlum að auka þátttöku allmennings í ákvörðunum í öllum meiriháttar málum.
- Við viljum gera ferðamannaiðnaðinn að heilsárs atvinnu, ekki einungis að sumarvinnu.
- Við teljum að hægt sé að gera mun betur en hinir listarnir í samgöngumálum. Þar sem „ lítillæti og nægjusemi er ekki dyggð“.
- Við viljum fara strax í það að leita leiða til að leysa bráðavanda í samgöngum yfir háanna tímann.
- Við erum ekki sérstakt áhugafólk um biðlista sama hvort þeir eru vistvænir eða disel hvorutveggja er jafn pirrandi.
- Við erum virkilega ósátt að fjöregg byggðarlagsins, þ.e samgöngumál séu á forræði nokkurra embættismanna.
- Við ætlum að læra af mistökum fyrri bæjarstjórnar. Hættum að taka allt sem stórasannleik þó það komi frá hinum ýmsu sérfræðingum. Dæmin sanna að svo er ekki.
- Við ætlum að gera góðan bæ betri, þar sem málefnalegar og rökstuddar athugasemdir eru vel þegnar frá bæjarbúum.
Á morgun göngum við til kosninga til sveitarstjórnar. Ég hvet þig - kærir kjósandi - til að nýta atkvæðisrétt þinn. Það er mikilvægt.
Komum Vestmannaeyjum á betri stað. Það gerum við með því að setja X við H.
Sveinn Rúnar Valgeirsson
Höfundur skipar 6. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).