Guðjón Örn Sigtryggsson skrifar:

Hverju er verið á móti?

25.Maí'18 | 08:12
guðjón

Guðjón Örn Sigtryggsson

Á miðvikudagskvöld var haldinn borgarafundur með fulltrúum framboðana þriggja sem bjóða fram í kosningunum á morgun. Umræðan snerist að stórum hluta um samgöngumál og nýgerðan samning um rekstur Herjólfs. 

Athygli mína vakti að fulltrúar H framboðsins hafa ekki enn getað áttað sig á því hvort þeir séu hlynntir samningnum eða á móti honum. Í stað þess að kynna sér málin er talað í hringi. Samninginn segja þeir slæman, þrátt fyrir að þjónustuaukningin sé góð er áhættan sé mikil.

Þar sem ég sat minn fyrsta bæjarstjórnarfund þegar samþykkja átti samninginn vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum sem ég tel mikil heillaspor fyrir samfélagið hér í Eyjum:

  • Ferðum er fjölgað, farið fyrr af stað á morgnanna og siglt lengur fram eftir á kvöldin
  • Íbúum í Vestmannaeyjum er tryggður helmings afsláttur af fargjöldum
  • Bókunarkefið er tekið algerlega í gegn
  • Í öllum ákvörðunum skipta hagsmunir heimamanna mestu máli
  • Glórulaus kaup á inneignarkortum fyrir tugi þúsunda heyra sögunni til
  • Núverandi Herjólfur verður til taks út samningstímann
  • Öll fjárhagsleg áhætta bæjarins er takmörkuð eins og mögulegt er

Hvernig er hægt að vera á móti þessum samningi? Hverju er H- listinn á móti? Getum við ekki sameinast um það að fagna þessu framfaraskrefi fyrir bæinn okkar?

Í  máli frambjóðanda H- listans á miðvikudagskvöld kom fram að ómögulegt sé að segja samningnum upp. Þeim sem kunna að trúa því vil ég benda á að lesa má samninginn í heild sinni á vef Vestmannaeyjabæjar. Ég leyfi mér að vitna beint í samninginn:

„9.4 Uppsagnarfrestur samnings þessa er 6 mánuðir. Óski annar hvor aðila eftir að segja samningnum upp skal það gert skriflega og sent gagnaðila með sannanlegum hætti“.

Með öðrum orðum: Einn tölvupóstur. Ekki ómögulegt, EINN TÖLVUPÓSTUR.

Látum ekki blekkjast. Hlustum ekki á úrtöluraddir þeirra sem vilja rífa niður heldur höldum áfram að byggja upp.

 

Guðjón Örn Sigtryggsson

 

Höfundur skipar 6.sæti á lista Eyjalistans í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).