Loka­hóf HSÍ:

Ester valin best og Teddi fékk Valdi­mars­bik­ar­inn

Ester einnig valin varnarmaður ársins

25.Maí'18 | 23:36
ester_oskars_1

Ester Óskarsdóttir var valin best á lokahófi HSÍ

Sel­fyss­ing­ur­inn Elv­ar Örn Jóns­son og Eyja­kon­an Ester Óskars­dótt­ir voru í kvöld út­nefnd bestu leik­menn Íslands­móts­ins í hand­knatt­leik 2017-2018 og heiðruð fyr­ir það á loka­hófi HSÍ sem nú stend­ur yfir í Gull­hömr­um í Reykja­vík.

Theo­dór Sig­ur­björns­son úr ÍBV fékk Valdi­mars­bik­ar­inn sem mik­il­væg­asti leikmaður Olís-deild­ar karla og Ester Óskars­dótt­ir úr ÍBV fékk Sig­ríðarbik­ar­inn sem mik­il­væg­ust í Olís-deild kvenna, að því er segir í frétt mbl.is.

Pat­rek­ur Jó­hann­es­son frá Sel­fossi var val­inn besti þjálf­ar­inn í Olís-deild karla, en Arnar Pétursson þjálfari ÍBV varð í öðru sæti.

Hér að neðan má sjá flokkana þar sem Eyjamenn komu við sögu:

Sig­ríðarbik­ar­inn – Mik­il­væg­asti leikmaður Olís­deild­ar kvenna:
1. Ester Óskars­dótt­ir - ÍBV
2. Ragn­heiður Júlí­us­dótt­ir - Fram
3. Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir - Fram

Valdi­mars­bik­ar­inn - Mik­il­væg­asti leikmaður Olís­deild­ar karla:
1. Theo­dór Sig­ur­björns­son - ÍBV
2. Björg­vin Páll Gúst­avs­son - Hauk­ar
3. Elv­ar Örn Jóns­son - Sel­foss

Þjálf­ari árs­ins í Olís­deild karla:
1. Pat­rek­ur Jó­hann­es­son - Sel­foss
2. Arn­ar Pét­urs­son - ÍBV
3. Hall­dór Jó­hann Sig­fús­son - FH

Efni­leg­asti leikmaður Olís­deild­ar kvenna:
1. Berta Rut Harðardótt­ir - Hauk­ar
2. Sandra Erl­ings­dótt­ir - ÍBV
3. Andrea Jac­ob­sen - Fjöln­ir

Efni­leg­asti leikmaður Olís­deild­ar karla:
1. Hauk­ur Þrast­ars­son - Sel­foss
2. Vikt­or Gísli Hall­gríms­son - Fram
3. Elliði Snær Viðars­son - ÍBV

Leikmaður árs­ins í Olís­deild kvenna:
1. Ester Óskars­dótt­ir - ÍBV
2. Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir - Fram
3. Guðrún Ósk Marías­dótt­ir - Fram

 

Nánar um kjörið má sjá hér.

Tags

ÍBV HSÍ

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.