Loka­hóf HSÍ:

Ester valin best og Teddi fékk Valdi­mars­bik­ar­inn

Ester einnig valin varnarmaður ársins

25.Maí'18 | 23:36
ester_oskars_1

Ester Óskarsdóttir var valin best á lokahófi HSÍ

Sel­fyss­ing­ur­inn Elv­ar Örn Jóns­son og Eyja­kon­an Ester Óskars­dótt­ir voru í kvöld út­nefnd bestu leik­menn Íslands­móts­ins í hand­knatt­leik 2017-2018 og heiðruð fyr­ir það á loka­hófi HSÍ sem nú stend­ur yfir í Gull­hömr­um í Reykja­vík.

Theo­dór Sig­ur­björns­son úr ÍBV fékk Valdi­mars­bik­ar­inn sem mik­il­væg­asti leikmaður Olís-deild­ar karla og Ester Óskars­dótt­ir úr ÍBV fékk Sig­ríðarbik­ar­inn sem mik­il­væg­ust í Olís-deild kvenna, að því er segir í frétt mbl.is.

Pat­rek­ur Jó­hann­es­son frá Sel­fossi var val­inn besti þjálf­ar­inn í Olís-deild karla, en Arnar Pétursson þjálfari ÍBV varð í öðru sæti.

Hér að neðan má sjá flokkana þar sem Eyjamenn komu við sögu:

Sig­ríðarbik­ar­inn – Mik­il­væg­asti leikmaður Olís­deild­ar kvenna:
1. Ester Óskars­dótt­ir - ÍBV
2. Ragn­heiður Júlí­us­dótt­ir - Fram
3. Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir - Fram

Valdi­mars­bik­ar­inn - Mik­il­væg­asti leikmaður Olís­deild­ar karla:
1. Theo­dór Sig­ur­björns­son - ÍBV
2. Björg­vin Páll Gúst­avs­son - Hauk­ar
3. Elv­ar Örn Jóns­son - Sel­foss

Þjálf­ari árs­ins í Olís­deild karla:
1. Pat­rek­ur Jó­hann­es­son - Sel­foss
2. Arn­ar Pét­urs­son - ÍBV
3. Hall­dór Jó­hann Sig­fús­son - FH

Efni­leg­asti leikmaður Olís­deild­ar kvenna:
1. Berta Rut Harðardótt­ir - Hauk­ar
2. Sandra Erl­ings­dótt­ir - ÍBV
3. Andrea Jac­ob­sen - Fjöln­ir

Efni­leg­asti leikmaður Olís­deild­ar karla:
1. Hauk­ur Þrast­ars­son - Sel­foss
2. Vikt­or Gísli Hall­gríms­son - Fram
3. Elliði Snær Viðars­son - ÍBV

Leikmaður árs­ins í Olís­deild kvenna:
1. Ester Óskars­dótt­ir - ÍBV
2. Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir - Fram
3. Guðrún Ósk Marías­dótt­ir - Fram

 

Nánar um kjörið má sjá hér.

Tags

ÍBV HSÍ

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).