Guðlaugur Friðþórsson skrifar:

Láttu ekki plata þig

24.Maí'18 | 20:40
gudlaugur_fr

Guðlaugur Friðþórsson

Jæja þá er komið að því að kjósa. Laugardaginn 26. Maí n.k. göngum við að kjörborðinu eins og það er kallað. Í boði eru þrír listar, tveir frá Sjálfstæðisflokki D og H, og einn myndaður af samstarfi félagshyggjufólks og óháðra, Eyjalistinn. 

Það er þessi H listi sem mig langar að vara fólk við, sérstaklega fólk sem skoðanalega séð er á miðjunni og vinstri vængnum.  H-listinn er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki og er í engu frábrugðinn honum. Á listanum eru 8-10 harðkjarna Sjálfstæðismenn, fólk úr fulltrúaráði, formenn félaga innan flokksins og fyrrverandi bæjarfulltrúar flokksins. Svo sterk er heimtaugin í Sjálfstæðisflokkinn að það sem helst virtist standa forystusauðunum fyrir þrifum við stofnun framboðsins, var hvort þau héldu bitlingum sínum innan flokksins, þá sérstaklega á landsfundarpartíinu.

Meira að segja þingmenn flokksins eru með það á hreinu að heimtaugin hafi bara skroppið af keflinu um stundarsakir, sbr. orð Ásmundar Friðrikssonar í Eyjafréttum:

„Og þó að um stund sé slagsíða á bátnum þá er takmarkið að ná þeim aftur um borð sem hafa ákveðið að fá sér annað skipsrúm og nýtt föruneyti. Erfiðleikar eru til að sigrast á þeim en að lokum mun mótlætið styrkja okkur og við sameinast á ný undir merkjum Sjálfstæðisflokksins.“

Sei nó mor, sei nó mor, fyrir mig, en hvað um þig? Ætlar þú að láta plata þig á laugardaginn?

Til H listans er stofnað vegna óánægju innan Sjálfstæðisflokksins, sem tilkomin er vegna þess að á lýðræðið hallaði, einræði var komið á.

Að lokum ætla ég að summa þetta upp svona:

D og H listar standa fyrir lýðræðishalla, sundrungu, einræði, óánægju og klofning.

E listi stendur fyrir samvinnu og lýðræði, það er allt sem þarf, til að öllum bæjarbúum líði vel.

 

Settu X við E á laugardaginn ef þú vilt raunverulegar breytingar.

 

Guðlaugur Friðþórsson

 

Höfundur skipar 13.sæti á lista Eyjalistans í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).