Guðlaugur Friðþórsson skrifar:

Láttu ekki plata þig

24.Maí'18 | 20:40
gudlaugur_fr

Guðlaugur Friðþórsson

Jæja þá er komið að því að kjósa. Laugardaginn 26. Maí n.k. göngum við að kjörborðinu eins og það er kallað. Í boði eru þrír listar, tveir frá Sjálfstæðisflokki D og H, og einn myndaður af samstarfi félagshyggjufólks og óháðra, Eyjalistinn. 

Það er þessi H listi sem mig langar að vara fólk við, sérstaklega fólk sem skoðanalega séð er á miðjunni og vinstri vængnum.  H-listinn er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki og er í engu frábrugðinn honum. Á listanum eru 8-10 harðkjarna Sjálfstæðismenn, fólk úr fulltrúaráði, formenn félaga innan flokksins og fyrrverandi bæjarfulltrúar flokksins. Svo sterk er heimtaugin í Sjálfstæðisflokkinn að það sem helst virtist standa forystusauðunum fyrir þrifum við stofnun framboðsins, var hvort þau héldu bitlingum sínum innan flokksins, þá sérstaklega á landsfundarpartíinu.

Meira að segja þingmenn flokksins eru með það á hreinu að heimtaugin hafi bara skroppið af keflinu um stundarsakir, sbr. orð Ásmundar Friðrikssonar í Eyjafréttum:

„Og þó að um stund sé slagsíða á bátnum þá er takmarkið að ná þeim aftur um borð sem hafa ákveðið að fá sér annað skipsrúm og nýtt föruneyti. Erfiðleikar eru til að sigrast á þeim en að lokum mun mótlætið styrkja okkur og við sameinast á ný undir merkjum Sjálfstæðisflokksins.“

Sei nó mor, sei nó mor, fyrir mig, en hvað um þig? Ætlar þú að láta plata þig á laugardaginn?

Til H listans er stofnað vegna óánægju innan Sjálfstæðisflokksins, sem tilkomin er vegna þess að á lýðræðið hallaði, einræði var komið á.

Að lokum ætla ég að summa þetta upp svona:

D og H listar standa fyrir lýðræðishalla, sundrungu, einræði, óánægju og klofning.

E listi stendur fyrir samvinnu og lýðræði, það er allt sem þarf, til að öllum bæjarbúum líði vel.

 

Settu X við E á laugardaginn ef þú vilt raunverulegar breytingar.

 

Guðlaugur Friðþórsson

 

Höfundur skipar 13.sæti á lista Eyjalistans í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.