Lóa Baldvinsdóttir skrifar:

Kosningar einu sinni enn...

24.Maí'18 | 13:42
loa_bald_cr-001

Lóa Baldvinsdóttir

Mér hefur tvisvar sinnum verið boðið sæti á lista fyrir sveitastjórnakosningar, í bæði skiptin hér í Vestmannaeyjum.

Mér fannst og finnst upphefð í því að vera boðið sæti og túlkaði það þannig að fólki fyndist ég eitthvað hafa til málanna að leggja og ég hefði eitthvað að bjóða fyrir bæjarfélagið mitt..... Kannski er þetta rangtúlkun hjá mér og kannski vantaði bara að fylla listann?

Í bæði skiptin tók ég mér góðan umhugsunartíma og velti öllu mögulegu og ómögulegu fyrir mér. Ég hef skoðanir á mörgu, of mörgu stundum og ég skal alveg vera hreinskilin með það að það fer oft í taugarnar á mér að skoðanir mínar komist ekki lengra en að eldhúsborðinu á Heiðó. Þannig það var stór kostur við að taka sæti, skoðanir mínar kæmust lengra og jafnvel yrði tekið mark á þeim.

Ég brenn fyrir skólastarf og þá sérstaklega leikskólastarf og hefur ástríða mín fyrir þvi ekki minnkað með árunum heldur bara eflst. Mér fannst þetta vera ástæða til að bjóða mig fram, í fræðslumálunum gæti leikskólakennarinn og aðstoðarskólastjórinn ég látið ljós mitt skína.

En af hverju þáði ég ekki sæti þegar mér stóð þau til boða? Ástæðan er afar einföld, mér finnst pólitík svo oft draga það versta fram í fólki. Málefnin víkja afar oft fyrir persónulegum árásum og í það treysti ég mér ekki. Ekki það að ég hafi eitthvað stórvægilegt að fela. Ég hef jú tekið yfirdrátt, stundum geymt einn og einn reikning fram að næstu mánaðarmótum og vissulega drekk ég óhóflegt magn að kóki. En ég er manneskja með kosti og bresti og hef gert mistök og það veit Guð að ég er ekki manneskja til að standa frammi fyrir fólki og láta telja upp alla gallana mína og mistökin mín, öðrum til framdráttar......Svo sterk er ég einfaldlega ekki. 

Mér finnst aumt og sárt að sjá fólk vega að persónu annarrar manneskju fyrir það eitt að vera ekki sammála henni. Mér finnst aumt að upphefja sig á kostnað annarra og fyrir mér er það alger ,,deal-breaker” og mitt atkvæði fer ekki þangað sem svona vinnubrögð tíðkast (ekki það að ég haldi að mitt atkvæði skipti öllu máli). 

Veljum alltaf heiðarleika, mannkærleik og jöfnuð fyrir alla. Veljum gleðina, brosin og ástina - Litla hippahjartað mitt trúir í alvöru að það sé hægt að gera heiminn betri..... Byrjum hérna heima, byrjum á okkur sjálfum.

Gleðilega kosningahelgi elsku fólkið mitt.

 

Lóa☺️

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%