Ólafur Lárusson skrifar:

Fyrir Heimaey - taktu skrefið með okkur

24.Maí'18 | 06:55
oli_lar

Ólafur Lárusson

Undanfarna daga hafa borist til okkar stefnuskrár þriggja stjórnmálaafla hér í bæ. Eitt er það afl sem nú býður fram krafta sína er Fyrir Heimaey. Þar er á ferðinni einstaklingar sem gefa kost á sér til þeirrar samfélagsþjónustu sem framboð er í raun. 

Í stefnuskránni segir að það þufti kjark til að breyta og það er rétt. Við Vestmannaeyingar höfum haft kjark til að taka málin í okkar hendur og koma fram þeim breytingum sem við teljum að séu til hagsbóta fyrir okkar samfélag. Þarna er ekki verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum.

Eitt okkar stærsta hagsmunamál er að bæði höfn og skip sem eiga að sinna samgöngum á milli lands og eyja séu í stakk búin til þess. Gleymum ekki flugi hér á milli sem hefur verið sinnt af mikilli elju þeirra flugfélagsmanna hjá Örnum. Þar má leggjast á sveif með þeim að fjölga farþegum sem vilja fljúga hér á milli. Gera þeim farþegum sem vilja hafa hér lengri dvöl það mögulegt.

Hér eru góðir gisti möguleikar og ýmis dægrastytting í boði.  Það er búið að lagfæra og gera fargjöldin hér á milli ódýrari fyrir okkur með Herjólfi. En er það nóg? Nei, undanfarið þá hefur ekki verið hægt að sigla á milli Eyja og Landeyja nema á flóði þ.e. að sjávarstaða sé þannig að Herjólfur fljóti innan hafnar og komist á haf út aftur. Að þetta sé með þessum hætti í dag er að mínu viti algjölega óásættanlegt.

Skip er í smíðum en höfnin látin vera og síðan á bara að grafa þegar hann lignir! Það verður að koma málefnum Landeyjahafnar á dagskrá ríkistjórnarinnar og að samgönguráðherra taki af skarið og láti fara fram úttekt á málum hafnarinnar og hverju þurfi að breyta til að Herjólfur og nýja skipið geti siglt þarna inn við sæmilegustu aðstæður.

Ég tel að það þurfi miklu stærri aðgerðir en að setja upp einhverjar dælur á hvorn garð eins og menn láta sig dreyma um. Atlantshafið lætur ekki að sér hæða. Það hefur lamið suðurströndina og fært til sand og strönduð fley um aldir og kemur til með að gera að áfram. Búseta hér til framtíðar byggir á góðum og öruggum samgöngum, rekstur fyrirtækja byggir líka á því að hingað komist efni og afurðir og einnig til lands.

Ungt fólk sem ætlar að byggja hér og búa gerir þá kröfu að samgöngur séu tryggar hér á milli og á skynsamlegu verði. Ég vona að frambjóðendur H listans fái góða kosningu og að kjarkur fylgi málum til breytinga. Sjálfstæður maður.

 

Ólafur Lárusson

 

Höfundur kennir hegurð við GRV.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%