Elís Jónsson skrifar:

Frístundastyrkur

24.Maí'18 | 19:39
Elis_ads_cr

Elís Jónsson

Við hjá bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey höfum dreift prentaðri stefnuskrá okkar á öll heimili í Vestmannaeyjum. Stefnuskránna er einnig að finna á vefsíðu okkar www.fyrirheimaey.is

Í því riti er að finna fjölmarga punkta, einn þeirra er t.d. að ,,styðja betur fjárhagslega við aðila sem eru með skipulagt íþrótta- og tómstundarstarf fyrir börn og styðja við íþróttafólk á afreksstigi‘‘. Jafnframt er í stefnuskránni að hækka frístundastyrk og lækka upphafsaldur í 2ja ára. Eitt af þeim verkefnum sem ég fagna hjá núverandi minnihluta í bæjarstjórn var að koma á frístundastyrk fyrir börn 6 til 16 ára að upphæð 25.000 kr. á hvert barn frá 1. janúar 2017. Markmið frístundastyrks er m.a.:

  • Styrkja börn til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.
  • Ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku.
  • Vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.
  • Auka virkni í frístundatíma barna.

Við það að lækka upphafsaldur niður í 2ja ára ættu 211 börn til viðbótar kost á að nýta styrkinn. Fjöldi barna 6-16 ára er í dag 590 skv. Hagstofunni. Ef öll börn 6-16 ára myndu nýta styrkinn í dag væri það um 15 milljónir, við það að lækka upphafsaldur færi upphæðin í rétt rúmar 20 milljónir. Mörg sveitarfélög hafa jafnframt hækkað aldur í 18 ára, í Vestmannaeyjum eru það 121 einstaklingur og aukin kostnaður því uppá rétt rúmar 3 milljónir. Þetta eru ekki háar upphæðir í samanburði við ímyndar- og markaðsátök eða þau áhrif sem þetta getur haft á að draga úr kostnaði í félagsþjónustu til lengri tíma.

Frístundastyrkur á ársgrundvelli er breytilegur eftir sveitarfélögum, mörg eru með 30-50 þúsund. Í Mosfellsbæ hækkar styrkur fyrir barnmargar fjölskyldur t.d. um 25% við annað barn og aftur um 25% fyrir þriðja barn. Þar er styrkurinn afhentur í gegnum íbúagátt og geta foreldrar og forráðamenn því með rafrænum hætti greitt fyrir frístundaiðkun barna sinna. Þetta finnst okkur afbragðs fyrirkomulag og mætti Vestmannaeyjabær taka sér þetta til fyrirmyndar. Ekki að fólk þurfi að leggja út kostnaðinn fyrir barnið/börnin og rukka svo bæjarfélagið um styrkinn.

Þó í Vestmannaeyjum þurfi að sækja um þennan styrk á pappír með tilheyrandi tíma og flækjustigi fyrir alla þá hafa mörg sveitarfélög tekið upp að gera þetta rafrænt. Þannig er t.d. hægt að tengjast  greiðslumiðlun sem mörg íþrótta- og tómstundarfélög nota sem getur einnig tengst íbúagátt sveitarfélaga.

 

Kjósum með hjartanu – Fyrir Heimaey – Setjum X við H.

Elís Jónsson

 

Höfundur skipar 3. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.