Dagbók lögreglunnar:

Tvær ungar konur handteknar - grunur um ölvun við akstur og nytjastuld á bifreið sem valt og endaði á hvolfi utan vegar

23.Maí'18 | 15:37
logreglub

Ljósmynd/TMS

Tveir menn voru handteknir aðfaranótt Hvítasunnu vegna líkamsárásar á einu af öldurhúsum bæjarins en þeir höfðu verið að slást við hvorn annan.  Þeim var sleppt eftir að víman rann af þeim og búið var að taka af þeim skýrslu. Málið er í rannsókn en ekki er um alvarlega áverka að ræða.

Tvær ungar konur voru handteknar að morgni 22. maí sl. vegna gruns um ölvun við akstur og nytjastuld á bifreið auk þess sem bifreiðin sem þær voru í valt og endaði á hvolfi utan vega við Klaufina. Ekki var um alvarleg meiðsl að ræða en önnur þeirra kvartaði yfir eymslum í hálsi eftir slysið.  Þær voru látna lausar eftir skýrslutöku en málið er í rannsókn.

Þá voru þrír aðrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu um helgina grunaðir um ölvun við akstur auk þess sem einn af þeim var jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Auk þess fannst í fórum hans smáræði af ætluðu kókaíni.

Í síðustu viku var maður stöðvaður við komu Herjólfs og við leit á honum fundust um 20 gr. af kókaíni auk íblöndunarefna.  Málið er í rannsókn, segir í tilkynningu frá lögreglunni í Eyjum.

 

Tags

Lögreglan

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%