Jón Pétursson skrifar:

Ráðningamálin hjá Vestmannaeyjabæ eru ekki háð geðþótta

23.Maí'18 | 06:06
jon_p

Jón Pétursson

Í rúm tíu ár hef ég gengt stöðu framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og komið að ráðningu nokkuð margra starfsmanna þ.m.t. stjórnenda. 

Það er vont að lesa það að vinna manns við ráðningar hjá sveitarfélaginu sé hulin ráðgáta, ekki fagleg og jafnvel talin háð geðþóttarákvörðunum. Svo er bara alls ekki.

Vegna þessa tel ég mig knúinn til að skrifa hér og um leið að gera tilraun til að útskýra hvernig staðið er að ráðningum hjá Vestmannaeyjabæ.

Það er skylda hvers stjórnenda, sem hefur með ráðningarmál að gera, að velja til starfa hæfasta umsækjandann sem sækir um starf hjá Vestmannaeyjabæ. Valið fer ekki eftir geðþóttarákvörðunum heldur eftir mjög skýrum og stífum reglum. Í rauninni eru meiri kröfur gerðar til ráðningar hjá opinberum aðilum en á almenna markaði. Fara þarf eftir Stjórnsýslulögum,  óskráðum meginreglum sjórnsýluréttarins, Lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, Lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, Upplýsingalögum og kjarasamningum.

Ég og forstöðumenn stofnana vorum ráðin m.a. til að sinna ráðningarmálum. Bæjarstjóri kemur eingöngu að ráðningu á framkvæmdastjórunum sviða.  Pólitískir fulltrúar koma hvergi nálægt þessum málum.  Gagnrýni á ráðningar eru því ekki gangnrýni á neina aðra en okkur emættismenn Vestmannaeyjabæjar.

Eftir áratuga reynslu tel ég mig hafa bæði ágætis þekkingu og reynslu af þessum málum og get í raun kallað mig fagmann á þessu sviði.

Öll störf hjá Vestmannaeyjabæ eru auglýst en þó eru heimilaðar undantekningar varðandi afleysingastörf. Almenna reglan er að auglýsa öll störf. Þegar starf er auglýst liggur nokkuð skýrt fyrir um hæfniskröfur til starfsins. T.d. í tilfelli skólastjórnenda og í raun fleiri starfsmanna þá liggur slíkt tilgreint í lögum og/eða kjarasamningum.

Val á hæfasta umsækjandandanum er einungis einn þáttur af mörgu við ráðningu. Sjónarmiðin við val á umsækjanda þurfa að vera málefnaleg. Sjónarmið um menntun og reynslu sem gera má ráð fyrir að nýtast í starfi eru augsýnilega málefnaleg en það eru einnig fleiri atriði. Ákvörðun um val á umsækjanda þarf að vera hægt að rökstyðja og standast allar kröfur áður nefndra laga og reglna.

Oftast liggja val á hæfasta umsækjanda skýrt fyrir t.d. vegna menntunar hans, reynslu og þekkingar eða að viðkomandi er eini umsækjandinn um starfið og uppfyllir hæfni til þess.  

Í sumum tilfellum getur hæfni umsækjenda verið nokkuð jöfn og mat á hæfni þeirra erfiðara. Þá koma ráðningarskrifstofur til aðstoðar þar sem þær kafa dýpra í umsækjendurna. En ráðningarskrifstofur leysa ekki allt. Þær taka aldrei lokaákvörðunina af stjórnanda stofnunar eða sveitarfélags um val á hæfasta umsækjandum. Sú ábyrgð verður allaf í höndum stjórnandans.

Starfsmanna- og ráðningarmál er viðkvæmur málaflokkur og alls ekki hafinn yfir gagnrýni eða endurskoðun á verkferlum. Þetta eru þau mál sem fá meiri athygli en margt annað. Verum málefnaleg í umræðu um ráðningar- og starfsmannamál og sáum ekki fræi óþarfa tortryggni. Á bak við hvert starf hjá Vestmannaeyjabæ er hæfur starfsmaður sem valin hefur verið sérstaklega til starfa sem hann er að sinna af sinni bestu getu og dugnaði. 

 

Jón Pétursson

 

Höfundur er framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-