Framboðsfundurinn í kvöld:

Oddvitarnir mæta allir

23.Maí'18 | 17:54
njall_iris_ellidi_radhus_eyjar.net_cr

Oddvitarnir þrír. Njáll Ragnarsson, Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson. Mynd/samsett.

Líkt og fram hefur komið verður framboðsfundur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Safnahúsinu í kvöld. Þar verða tveir frambjóðendur frá hverju framboði í pallborði.

Frá Eyjalista koma: Njáll Ragnarsson og Helga Jóhanna Harðardóttir. Frá Fyrir Heimaey koma: Íris Róbertsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson. Frá Sjálfstæðisflokki koma: Elliði Vignisson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Kynningarfundur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 haldinn í Einarsstofu miðvikudaginn 23. maí kl. 20-22.

Opinn stjórnmálafundur verður haldinn í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 23. maí kl. 20:00-22:00. Dagskráin hefst með því að einn frambjóðandi frá hverju framboði heldur almenna kynningu að hámarki í 5 mínútur. Að því loknu verður opnað fyrir almennar fyrirspurnir úr sal og sitja þá tveir frambjóðendur frá hverju framboði fyrir svörum. Frambjóðendur fá síðan tækifæri til að segja lokaorð, að hámarki í 3 mínútur fyrir hvert framboð.

Heitt verður á könnunni meðan á fundi stendur. Dagskránni verður streymt og munu Guðjón Örn Sigtryggsson og Haraldur Halldórsson sjá um útsendinguna. Útsendinguna má sjá hér á Eyjar.net. Fundarstjóri er Kári Bjarnason.

Tags

X2018

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.