Framboðsfundurinn í kvöld:

Oddvitarnir mæta allir

23.Maí'18 | 17:54
njall_iris_ellidi_radhus_eyjar.net_cr

Oddvitarnir þrír. Njáll Ragnarsson, Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson. Mynd/samsett.

Líkt og fram hefur komið verður framboðsfundur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Safnahúsinu í kvöld. Þar verða tveir frambjóðendur frá hverju framboði í pallborði.

Frá Eyjalista koma: Njáll Ragnarsson og Helga Jóhanna Harðardóttir. Frá Fyrir Heimaey koma: Íris Róbertsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson. Frá Sjálfstæðisflokki koma: Elliði Vignisson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Kynningarfundur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 haldinn í Einarsstofu miðvikudaginn 23. maí kl. 20-22.

Opinn stjórnmálafundur verður haldinn í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 23. maí kl. 20:00-22:00. Dagskráin hefst með því að einn frambjóðandi frá hverju framboði heldur almenna kynningu að hámarki í 5 mínútur. Að því loknu verður opnað fyrir almennar fyrirspurnir úr sal og sitja þá tveir frambjóðendur frá hverju framboði fyrir svörum. Frambjóðendur fá síðan tækifæri til að segja lokaorð, að hámarki í 3 mínútur fyrir hvert framboð.

Heitt verður á könnunni meðan á fundi stendur. Dagskránni verður streymt og munu Guðjón Örn Sigtryggsson og Haraldur Halldórsson sjá um útsendinguna. Útsendinguna má sjá hér á Eyjar.net. Fundarstjóri er Kári Bjarnason.

Tags

X2018

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is