Gísli Ingi Gunnarsson skrifar:

Þegar mennirnir í brúnni eru að standa sig

22.Maí'18 | 21:56
gisli_ingi

Greinarhöfundur, hér með syni sínum.

Þegar ég flutti aftur heim til Eyja eftir áralanga fjarveru með konu og tvo drengi 1 árs og 3ja ára var gott að koma heim. Hér hefur okkur liðið vel og það hjálpaði sannarlega að geta strax komið drengjunum í dagvistun og á leikskóla. 

Við fundum fljótt hversu vel er gert hér við barnafólk auk þess sem umhverfið hér allt, með stuttum vegalengdum og fallegri náttúru, gerir það eftirsóknarvert að ala hér upp börn.

Kannski er það sem við höfum verið mest ósátt við eru heilbrigðismálin, en Vestmannaeyjar hafa lent undir niðurskurðarhníf ríkisins eins og fleiri sveitarfélög hafa lent í þegar kemur að heilbrigðismálunum. VIð höfum þurft að nota sjúkraflug hér einu sinni með yngri strákinn okkar þar sem nærþjónustan hefur ekki verið til staðar. Þó er vert að hrósa bæjaryfirvöldum sem hafa haldið málinu á lofti og krafist úrbóta.

Kosningarnar í ár virðast að miklu leyti snúast um persónu bæjarstjórans Elliða Vignissonar sem hefur náð eftirtektarverðum árangri ásamt sínu liði í rekstri bæjarins. Þannig hefur rekstrinum á síðustu 12 árum algerlega verið snúið við, frá því að vera eitt verst stadda bæjarfélag landsins upp í að vera eitt best stadda bæjarfélagið. Má það ljóst vera að önnur sveitarfélög öfunda okkur að þeim mikla árangri sem hér hefur náðst. Samhliða þessum góða rekstri er öll þjónusta sveitarfélagsins til mikillar fyrirmyndar. Hér er gott að búa og hér líður fólki vel.  Væri það ekki furðulegt og hreint galin niðurstaða að ætla að henda út því fólki sem hefur staðið í brúnni og náð þessum árangri, viljum við það virkilega?

Því miður virðist undiraldan í þeirri meintu óánægju sem kallað hefur fram annað framboð vera drifin áfram af hvötum sem snúa ekki endilega að óánægju með gang mála í bæjarfélaginu. Ættu kosningarnar ekki einmitt að snúast um málefnin og hæfni þeirra sem í framboði eru til að fylgja þeim eftir. Spurningin er sú hvort skipstjórinn í brúnni sé að standa sig. Erum við með gott og vel rekið bæjarfélag? Tekur hann á erfiðum málum af festu, er hann fylginn sjálfum sér og skilar hann okkur góðu búi, eru spurningar sem við getum haft í huga við val á framboðum.

Nú er ég búinn að lesa stefnuskrá þeirra framboða sem bjóða sig fram fyrir næsta kjörtímabil og eru þær allar nokkuð það sama, hljóta samt að vakna upp spurningar um það hvers vegna við ættum að fá einhverja aðra til að sinna því sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gera mjög vel og náð þessum mikla árangri.

Ég var á sjó í nokkur ár hér í Eyjum og var með þeim nokkrum skipstjórunum. Upp í hugann koma Biggi á Vestmannaey, Sævar Sveins, Steindór á Valdimari Sveins og þá sérstaklega einnig hann pabbi minn Eyjólfur á Vestmannaey. Um þessa menn eins og aðra skipstjóra voru skiptar skoðanir og margt um þá sagt í lúkarspjallinu. Engum hefði hins vegar dottið til hugar að skipta út skipstjóra sem skilaði útgerð og áhöfn öruggum rekstri og afkomu, hvað þá að skipstjórinn yrði verri við það að hafa verið lengi í brúnni, þvert á móti var litið á mikla reynslu þessara manna sem einn þeirra stærsta kost.

Miðað við útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrir nokkru síðan er ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna verður liðin tíð og það fólk sem mun fara með stjórn bæjarins mun hefja tímabilið án mikillar reynslu auk þess sem Elliði Vignisson og Rut Haraldsdóttir og fleira reynslu mikið fólk myndu hverfa frá sínum störfum.  Væri slíkt virkilega sorgleg niðurstaða að mínu mati.

Ég hvet kjósendur til að láta ekki sögur ráða för í kosningunum. Horfum á staðreyndirnar og kjósum fólk sem hefur náð áragangri og hefur metnað til að halda áfram að gera góðan bæ betri.

 

Gísli Ingi Gunnarsson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.