Elliði Vignisson skrifar:

Pizzubakstur í stað netaafskurðar

- Myndband af nýju fiskasafni

22.Maí'18 | 13:36
EV_2016

Elliði Vignisson

Þegar ég var peyi hafði ég stundum aukapening út úr því að hjálpa mömmu að skera af netum.  Bílskúrinn upp á Illó var oft yfirfullur af þessum litríku nælon flækjum og vinnudagurinn stundum langur.  Það var þó bætt upp með nægu framboði af kremkexi og appelsíni.

Fjölskylduútgerðir

Við skárum af netum fyrir hina og þessa útgerðamenn.  Þeir áttu það allir sameiginlegt að vera frumkvöðlar.  Byrjuðu snemma á sjó.  Fóru svo í stýrimannaskólann.  Tóku sennilega lán og keyptu svo bát.  Þannig urðu til þessi fjölskyldufyrirtæki sem við unnum svo hjá við netaafskurð.

 

Frumkvöðlar

Þessi tími er farinn og hann kemur ekki aftur.  Frumkvöðlakraftur Eyjamanna er hins vegar sá sami.  Auðvitað sjáum við hann víða enn í sjávarútvegi en fjölskylduútgerðir dagsins í dag eru oftar en ekki  ferðaþjónustufyrirtæki.

 

Tækifæri

Nú kaupa frumkvöðlarnir gamalt hús og breyta því gistiheimili.  Þeir breyta stálsmiðju í veitingahús og sjoppu í pizzugerð.  Kaupa reiðhjól og leigja út.  Verða sér út um rútukálf og bjóða upp skoðunarferðir.  Listinn yfir tækifærin er endalaus.

 

Jarðvegurinn

Vestmannaeyjabær getur víða lagt þessum frumkvöðlum lið.  Mestu skiptir samt að sjá til þess að innviðirnir styðji við vöxtinn.  Samgöngurnar skipta þar að sjálfsögðu mestu en fleira þarf til.  Vestmannaeyjabær hefur lagt sérstaklega ríka áherslu á að skapa hér sterka segla til að draga að ferðamenn og fá þá til að stoppa lengur en annars væri.  Tilkoma Eldheima er gott dæmi um velheppnaða aðkomu Vestmannaeyjabæjar.

 

Fiskasafn

Á sama hátt mun starfsemi alþjóðlega stórfyrirtækisins Merlin hafa hér víðtæk áhrif.  Ekki einungis munu þeir verða hér með athvarf fyrir hvali í Klettsvíkinni, sem er einstakt í heiminum, heldur munu þeir einnig verða hér með fiska- og náttúrugripasafn á jarðhæð Fiskiðjunnar þar sem til sýnis verða lifandi fiskar.  Auk þess verður sérstök áhersla lögð á að sýna lunda, og pysjur sem ekki geta lifað í villtri náttúru þannig gefið líf.

Hægt er að sjá myndband af safninu hér neðar í þessari frétt.

 

Baðlón

Það er einnig ánægjulegt að segja frá því að Vestmannaeyjabær hefur þegar hafið samtal við sterka fjárfesta um aðkomu að baðlóni í nýja hrauninu.  Meira um það síðar.

 

Hin stoðin

Þótt sjávarútvegurinn sé okkar lang mikilvægasta atvinnugrein er ferðaþjónustan hér vaxandi og þegar orðin hin stoðin í hagkerfi okkar.  Þótt liðin sé sú tíð að börn skeri af netum með foreldrum sínum þá hafa þau, eins og þeir sem eldri eru, þess í stað aðra –og ekkert síðri- aðkomu að atvinnulífinu.  Í stað netaafskurðar baka þau pizzur, þjóna til borðs, afgreiða á hótelum og margt fl.

 

Ég er til

Með samstilltu átaki og bættum samgöngum getum við stigið stór skref til frekari eflingar ferðaþjónustunnar.  Þar þarf hinsvegar þrek, þor og jákvætt viðhorf.  Fái ég til þess umboð er ég áfram til í að leggja mitt af mörkum.​

 

Elliði Vignisson

bæjarstjóri

 

Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).