Leó Snær Sveinsson skrifar:

Dylgjur um lögmæti og heiðarleika

20.Maí'18 | 10:30
leo_an_bakgr_cr_litil

Leó Snær Sveinsson

Nú styttist í kjördag og má segja að kosningabaráttan sé í hámarki. Framboðin þrjú sem bjóða fram beita mismunandi aðferðum við að koma stefnumálum sínum á framfæri og er það vel.

Það virðist þó vera sem að sumir telji það farsælast fyrir málefni sín að reyna að valda úlfúð meðal kjósenda gagnvart öðrum flokkum.

Líkt og undirritaður benti á í grein á vefmiðlunum eyjar.net og eyjafrettir.is er full samstaða innan bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey um að oddviti okkar Íris Róbertsdóttir sé bæjarstjóraefni okkar. Einnig kom fram að full samstaða væri um að ef félagið verður í þeirri stöðu að loknum kosningum að ráða yfir bæjarstjórastöðu Vestmannaeyjabæjar þá myndi Íris víkja til hliðar sem sveitarstjórnarmaður á meðan hún sinnir stöðu bæjarstjóra.

Þessi tilhögun okkar virðist vera þyrnir í augum sumra og eru efasemdaraddir sem vilja líta svo á að okkur sé óheimilt að leggja þessa tillögu fram.

Til þess að taka af allan vafa þá er ekkert því til fyrirstöðu að kjörinn fulltrúi víki til hliðar vegna anna í annarri vinnu. Bæjarstjóri er samkvæmt sveitastjórnarlögum ráðin með ráðningarsamningi, en ekki kjörinn til starfans sem framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins. Það er beinlínis gert ráð fyrir því í sveitarstjórnarlögum að kjörinn fulltrúi stígi til hliðar og hleypi að næsta manni á lista á eftir þeim sem ná kjöri eins og áður sagði.

Við teljum að slíkt dreifi álagi aðkomu að bæjarmálum sem hlýtur að teljast jákvætt þar sem fleiri koma að málum. Starf bæjarstjóra er veiga mikið og við teljum það jákvætt að oddviti okkar sé tilbúinn að stíga til hliðar til þess að sinna hlutverki bæjarstjóra ef til kemur að sú staða standi honum til boða. Þetta snýr einmitt að sýn þeirra sem koma að bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey, til þess að kjörin fulltrúi geti tekið að sér starf bæjarstjóra að alúð og samviskusemi verði að nýta 30. gr. í sveitarstjórnarlögum en yfirskrift hennar er ,,Lausn frá störfum‘‘. Þar segir:

,,Telji sveitarstjórnarmaður sig ekki geta gegnt skyldum í sveitarstjórn án óhæfilegs álags, svo sem vegna veikinda eða annarrar vinnu, getur sveitarstjórn létt af honum störfum eða veitt honum lausn úr sveitarstjórn, að hans ósk, um tiltekinn fyrir fram ákveðinn tíma eða til loka kjörtímabils.‘‘

Að svo komnu máli ítrekum við hjá bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey að vilji okkar er að dreifa valdi og verkefnum innan bæjarins og vonumst til þess að eiga gott samstarf við alla sem hafa hag bæjarfélagsins okkar að leiðarljósi.

 

Leó Snær Sveinsson

Formaður bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.