Guðný Halldórsdóttir skrifar:

Hagsmunagæsla

16.Maí'18 | 13:24
Gudny_halld_cr

Guðný Halldórsdóttir

Hlutverk okkar sem bjóða sig fram til sveitastjórna er margþætt og snertir marga fleti.  Eitt af þeim hlutverkum er hagsmunagæsla fyrir samfélagið okkar hér í Vestmannaeyjum.  Sú hagsmunagæsla felst meðal annars í samstarfi við stjórnvöld, ríkisstofnanir og önnur sveitafélög. 

Það er því mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar séu á vaktinni fyrir alla íbúa, stóra sem smáa, fyrirtæki og félagasamtök gagnvart því að liðka fyrir þessum aðilum í samskiptum við framangreinda aðila. 

Það skiptir líka máli að komið sé fram af auðmýkt og án yfirlætis og hroka gagnvart þeim aðilum sem geta bæði styrkt okkur og aðstoðað í leik og starfi.  Að þeir beri virðingu og leggji sig fram um að leita álits samfélagsins á því hvað sé brýnast fyrir íbúana hér.

Fyrir Heimaey leggur mikla áherslu á að byggja upp gott samstarf og áþreifanlegt aðhald gagnvart öllum þessum aðilum. Vöndum vinnubrögðin, það erum jú við sem hér búum sem gerum samfélagið okkar að þeim stað sem við viljum búa á.

 

Guðný Halldórsdóttir

 

Höfundur skipar 11.sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).