Guðný Halldórsdóttir skrifar:

Hagsmunagæsla

16.Maí'18 | 13:24
Gudny_halld_cr

Guðný Halldórsdóttir

Hlutverk okkar sem bjóða sig fram til sveitastjórna er margþætt og snertir marga fleti.  Eitt af þeim hlutverkum er hagsmunagæsla fyrir samfélagið okkar hér í Vestmannaeyjum.  Sú hagsmunagæsla felst meðal annars í samstarfi við stjórnvöld, ríkisstofnanir og önnur sveitafélög. 

Það er því mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar séu á vaktinni fyrir alla íbúa, stóra sem smáa, fyrirtæki og félagasamtök gagnvart því að liðka fyrir þessum aðilum í samskiptum við framangreinda aðila. 

Það skiptir líka máli að komið sé fram af auðmýkt og án yfirlætis og hroka gagnvart þeim aðilum sem geta bæði styrkt okkur og aðstoðað í leik og starfi.  Að þeir beri virðingu og leggji sig fram um að leita álits samfélagsins á því hvað sé brýnast fyrir íbúana hér.

Fyrir Heimaey leggur mikla áherslu á að byggja upp gott samstarf og áþreifanlegt aðhald gagnvart öllum þessum aðilum. Vöndum vinnubrögðin, það erum jú við sem hér búum sem gerum samfélagið okkar að þeim stað sem við viljum búa á.

 

Guðný Halldórsdóttir

 

Höfundur skipar 11.sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.