Endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja:
Fimmtán bréf bárust
- skipulagsráð samþykkti Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015 - 2035
16.Maí'18 | 06:58Tillaga að aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 - 2035 var lögð fram til samþykktar á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Alls bárust fimmtán bréf til bæjaryfirvalda við auglýsta tillögu.
Í fundargerð ráðsins segir að til samþykktar hafi verið eftirtalin gögn: Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015 - 2035 greinargerð, umhverfisskýrsla, þéttbýlisuppdráttur og sveitarfélagsuppdráttur.
Til hliðsjónar er bréf vinnuhóps Vestmannaeyjabæjar um gerð aðalskipulagsins; Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035.
Í niðurstöðu ráðsins segir að skipulagsráð samþykki aðalskipulag Vestmannaeyja 2015 - 2035 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkir aðalskipulag Vestmannaeyja 2015 - 2035 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.