Andrea Guðjóns Jónasdóttir og Ragnheiður Perla Hjaltadóttir skrifa:

Hjartað slær á Hraunbúðum

15.Maí'18 | 08:46
Andrea G_Ragnheidur Perla

Ragnheiður Perla og Andrea

Aldraðir í Vestmannaeyjum hafa svo sannarlega átt stóran þátt í að byggja upp samfélagið sem við búum í í dag og því er mikilvægt að þau fái þá þjónustu og aðstöðu sem þau eiga skilið. 

Á síðasta kjörtímabili hefur verið lögð mikil vinna í að gera aðstæður og þjónustu við Hraunbúðir sem bestar. Til að mynda:

  • er búið að byggja nýja álmu við Hraunbúðir fyrir einstaklinga með sértækar þarfir sem bíður uppá betri vinnuaðstæður fyrir starfsfólk og bætta aðstöðu fyrir heimilisfólk
  • hefur þjónusta verið aukin á Hraunbúðum með stækkun á aðstöðu til dagdvalar, endurnýjaðri líkamsræktarstöðu og nýju aðstandendaherbergi
  • er verið að byggja þjónustuíbúðir við Eyjahraun
  • er búið að fjölga stöðugildum um fjögur
  • hefur iðjuþjálfi tekið til starfa við Hraunbúðir

Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil haft það eitt af sínum helstu markmiðum að gera vel við eldri borgara í okkar samfélagi og er stefna að halda því ótrauð áfram.

Við sem heilbrigðisstarfsmenn vinnum mikið og náið með öldruðum. Okkar reynsla af því er sú að aldraðir hafa frá svo mörgu að segja og hafa kennt okkur margt á lífið og tilveruna og af þeim eigum við að læra. Aldraðir eru jafnframt góðir hlustendur og eiga alltaf góð ráð sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar og nýta til þessa að byggja upp okkar samfélag á góðan og jákvæðan hátt.

 

Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði skipar 9. sæti lista Sjálfstæðisflokkins og Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður Eyverja.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.