Dagbók lögreglunnar:

Byrja að sekta þá sem aka um á nagladekkjum frá og með deginum í dag

15.Maí'18 | 16:07
logreglub

Ljósmynd/TMS

Ein kæra vegna eignaspjalla liggur fyrir eftir vikuna en um var að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð fyrir utan Strembugötu 15 að kvöldi 6. maí sl.

 Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem telja sig hafa upplýsingar um það eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis í vikunni sem leið. Þá liggja fyrir 5 kærur vegna brota á umferðarlögum þar sem í flestum tilvikum var um að ræða ólöglega lagningu ökutækis, segir í vikuyfirliti frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Eins og eigendur ökutækja á að vera kunnugt um þá er tími nagladekkjanna liðinn á þessu vori og mun lögreglan byrja að sekta þá sem aka um á nagladekkjum frá og með 15. maí. Rétt er að minna á að sekt fyrir hvern nelgdan hjólbarða er kr. 20.000,-.

Tags

Lögreglan

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).