Elís Jónsson skrifar:

Virði iðnnáms fyrir samfélagið

12.Maí'18 | 16:41
Elis_ads_cr

Elís Jónsson

Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég afhent mitt annað sveinsbréf, í þetta sinn í rafvirkjun. Þó ég hafi lokið tveimur háskólaprófum var þetta eitthvað sem ég hafði hug á að klára áður en þau próf voru tekin.

Fyrst fór ég í gegnum raunfærnismat hjá Fræðsluskrifstofu Rafiðnaðarins. Að því loknu sótti ég kennslu í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og lauk svo verklegum hluta frá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma með tilheyrandi ferðalögum og kostnaði. Ég hef fullan skilning á því að einstaklingar með fjölskyldu setji svona fyrir sig og höfum við nýlegt dæmi hér í Vestmannaeyjum þar sem fjölskylda flutti burt.

Þó námsframboð þurfi að vera til staðar þá þarf líka hugafarsbreyting að eiga sér stað í samfélaginu til að fleiri sæki í iðnnám en viðvarandi skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki. Sú skoðun að eingöngu háskólanám sé ávísun á velgengni þarf ekki að vera algild. Mennt er máttur og háskólamenntun kemur yfirleitt að góðum notum þótt fólk starfi ekki við það sem það menntaði sig í við háskóla. Það þarf heldur ekki að vera þannig að þó einhver sæki í iðnnám að hann fari ekki áfram í háskóla, það þekki ég sjálfur að eigin raun. Ég tók aldrei hið klassíska stúdentspróf, fór beint í Vélskóla Íslands eftir grunnskóla og síðar þegar ég tók mitt tækninám í háskóla kynntist ég mörgum einstaklingum sem höfðu iðnnám sem bakgrunn.

Ég las grein í Fréttablaðinu í upphaf árs þar sem eftirfarandi kom fram: ,,Í Noregi er hlutfall þeirra sem ljúka námi úr iðn- og starfsgreinum í kringum 40 prósent en hér á landi er það 12-14 prósent.‘‘

Við sem samfélag þurfum að passa upp á þennann þátt og þar liggur okkar hagsmunagæsla, að hægt sé að klára iðnnám í Vestmannaeyjum. Ekki að eingöngu sé í besta falli grunnnámið kennt.

Ég fór í heimsókn í Framhaldskólann í Vestmannaeyjum fyrir stuttu og skoðaði nýjan tölvustýrðan (CNC) rennibekk og fræsi. Þetta er frábært skref fram á við og óska ég stjórnendum, starfsfólki og ekki síst nemendum skólans innilega til hamingju. Á grunni slíkra tækja hefur ungt fyrirtæki í bænum, Renniverkstæðið Háin, sem stofnað var 2013 framleitt vörur fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtæki í samfélaginu hafa jafnframt verið dugleg að styrkja skólann í tækjum og búnaði. Sú þekking sem skapast í framhaldi af iðn- og tækninámi er mjög líkleg til að skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið.

Ég vil að lokum þakka þeim starfsmönnum sem komið hafa að kennslu iðngreina fyrir ómetanlegt framlag. Við getum ekki látið menntastofnun eina og sér standa í baráttu um fjármagn og námsframboð. Tækifæri og framtíð samfélagsins í Vestmanneyjum ræðst m.a. að því að skapa verðmæt störf sem byggð eru á ofangreindu.

 

Elís Jónsson

 

Höfundur starfar sem vélstjóri og skipar 3. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitastjórnarkosningum í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.