Stefán Jónasson skrifar:

Sífellt færri taka mark á glansmyndinni

12.Maí'18 | 21:28
stefan_o_litil

Stefán Jónasson

Nú styttist mjög til kosninga. Framboðin þrjú hér í Eyjum eru að birta helstu áhersluatriði sín og er ekkert nema gott um það að segja. Þó finnst mér gamli Sjálfstæðisflokkurinn helst til örlátur á að þakka sér helstu framfaramál sem hér hafa verið unnin á síðustu árum. 

Það kveður jafnvel svo rammt að þessu að ýmis mál sem flokkurinn lagðist gegn telur hann sér nú til tekna. Ég ætla hér að birta nokkrar staðreyndir máli mínu til stuðnings.

  • Dagvistargjöld í Vestmannaeyjum voru lækkuð að kröfu Eyjalistans og vegna háværra krafna foreldra. Sjálfstæðisflokkurinn „neyddist“ til að fallast á lækkunina.
  • Stækkun Hraunbúða var knúin í gegn að frumkvæði Eyjalistans og ötulli baráttu hans fyrir því máli.
  • Frístundakort vegna tómstundaiðkana var einnig að frumkvæði Eyjalistans og allt of lengi reyndi Sjálfstæðisflokkurinn af fullum þunga að leggjast gegn því máli.
  • Skref um ókeypis námsgögn fyrir grunnskólanemendur var stigið eftir þrotlausa baráttu Eyjalistans þar um. Sjálfstæðismenn voru tregir til en urðu að lokum að láta undan.
  • Nauðsynleg, jákvæð og sjálfsögð skref vegna sambýlis fyrir fatlaða voru að frumkvæði Eyjalistans.
  • Barátta Eyjalistans fyrir húsmæðraorlofi hefur leitt þess að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 er nú gert ráð fyrir framlagi í það verkefni.

Þessum staðreyndum vil ég koma á framfæri við bæjarbúa. Ég veit reyndar að sífellt færri taka mark á og gleypa við glansmyndinni sem Sjálfstæðismenn eru nú þessa dagana að draga um sig og störf sín.

 

                              Stefán Jónasson

 

Höfundur skipar 3. sæti á Eyjalistanum í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Hárstofan HárArt

4.September'17

Þú færð milk_shake vörurnar hjá HárArt, Hrauntúni 59. Sími: 8970050. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.