Guðmundur Ásgeirsson skrifar:

Rafræn stjórnsýsla

11.Maí'18 | 20:37
Gummi_A_cr

Guðmundur Ásgeirsson

Þegar að nútímamanninum vantar upplýsingar þá byrja flestir á því að gúggla. Það er mjög góð byrjun og í flestum tilvikum fær maður svör strax, eða frekari svör um hvar eigi að leita næst. Þegar upplýsingar vantar um þjónustu sem sveitafélög veita byrja væntanlega flestir á því að fara á heimasíðu viðkomandi bæjarfélags. 

Hvað er sundlaugin opin lengi, hvað eru leikskólagjöldin há og svo mætti lengi telja. Flest sveitafélög eru með þessar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðunum sínum, líka Vestmannaeyjabær. Við getum hinsvegar gert töluvert betur í að færa umsóknareyðublöð á heimasíðunni í nútímann og á rafrænt form. Það eru 31 umsóknareyðublað á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar auk 13 sem tilheyra skipulags- og byggingarmálum. Allt eyðublöð sem verður að prenta út, handskrifa og skila inn í ráðhús með tilheyrandi veseni. Nýlega var íbúagáttin uppfærð og er þegar þetta er skrifað hægt að skila 4 eyðublöðum rafrænt, sem er skref í rétta átt, en það þarf að klára málið. Góðærisvandamál myndi einhver segja, en að mínu mati er þetta partur af því að veita góða og nútímalega þjónustu. Þjónustan á að vera á forsendum þeirra sem nota hana, ekki þeirra sem veita hana.

Vestmannaeyjabær greiðir jafnframt frístundastyrk með hverju barni í Vestmannaeyjum sem er vel gert. Leiðin til þess að fá hann greiddan er torfarnari en ég hefði kosið. Þegar ég sótti um hann í fyrsta skipti í fyrra þá þurfti ég að prenta út kreditkortayfirlit frá mér fyrir hálft ár og handskrifa þrjú umsóknareyðublöð, eitt fyrir hvert barn. Ég fór með bunka af svona 20-30 blöðum upp í Ráðhús. Þetta getur ekki talist eðlilegt. Ég hefði talið eðlilegast að félögin sem standa fyrir tómstundum barna myndu lækka gjaldið sem þeir rukka iðkendur um og endurrukka svo Vestmannaeyjabæ. Í dag þurfa allir iðkendur sem nýta sér styrkinn að handskrifa umsóknina og Vestmannaeyjabær millifærir styrkinn, ein millifærsla fyrir hvert barn. Staðreyndin er sú að Vestmannaeyjabær er aftarlega á meðal sveitafélaga á Íslandi þegar kemur að rafrænni stjórnsýslu og því viljum við í bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey breyta.

Sveitafélög á Íslandi hafa verið að opna bókhald sitt undanfarin ár. Það er gert með því að sett er upp heimasíða sem er tengd í bókhaldskerfi bæjarins og allir geta skoðað. Með þessu er hægt t.d. að sjá hvaðan peningarnir koma og í hvað þeir fara, skoða hvaða birgja mest er verslað við, sjá hvernig gjöld eða tekjur þróast yfir ákveðið tímabil o.s.frv. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og sérfræðingur í rafrænni stjórnsýslu hafði þetta að segja í viðtali við RÚV þegar Kópavogsbær opnaði bókhald sitt árið 2016: „Almennt er talið að þetta stuðli að bættum stjórnsýsluháttum, fleiri útboðum, dragi úr hygli stjórnmálamanna til tengdra aðila og almennt má segja að þetta dragi úr líkum á spillingu.“ Við í bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey munum leggja ríka áherslu á að Vestmannaeyjabær opni bókhald sitt.

 

Guðmundur Ásgeirsson

 

Höfundur skipar 4.sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).