Fréttatilkynning:

Karlakórinn heldur fría vortónleika

11.Maí'18 | 11:20
karlakor_vestm_sv

Hluti Karlakórs Vestmannaeyja heldur hér til kirkju. Ljósmynd/Sæþór Vídó

Karlakór Vestmannaeyja, Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2018, heldur árlega vortónleika sína í stóra sal Hvítasunnukirkjunnar, Gömlu höllinni nk. fimmtudag 17. maí kl. 21:30 eða strax að loknum leik ÍBV og FH í úrslitakeppninni handbolta. 

Frítt er inn og því engum að vanbúnaði að láta sjá sig. Lofað er léttri en kraftmikilli stemningu en kórinn mun flytja lög úr hinum og þessum áttum og senum. Gömlu og góðu Eyjalögin verða á sínum stað ásamt nýrri Eyjalögum, lög úr íslensku rappsenunni fá einnig að heyrast sem og klassísk íslensk dægurlög í bland við kraftmikil karlakóralög.

Einsöngvarar eru þeir Sæþór Vídó, Elías Árni Jónsson, Gísli Stefánsson og Þórhallur Barðason. Undirleikur er í höndum Kitty Kovács og kórstjóri er Þórhallur Barðason. Allir velkomnir.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.