Emma Sigurgeirsdóttir Vídó skrifar:

Huga þarf vel að okkar verðmætustu dýrgripum

10.Maí'18 | 12:35
Emma_vido_adsent

Emma Sigurgeirsdóttir Vídó

Undirrituð hefur tileinkað ævistarf sitt börnum og leikskólastarfi. Margt hefur breyst á þeim árum sem ég hef kennt í leikskóla og það er langt í frá hægt að gera því skil hér í stuttri grein. 

Börn í dag hefja sitt opinbera líf í uppeldissamfélaginu í kringum eins árs aldur hjá dagforeldrum og í kringum 18 mánaða aldurinn fara þau yfir í leikskólann. Þar er grunnurinn að menntun lagður, grunnurinn að lestrarnámi þeirra og stærðfræðiþekkingu. Þessi ár eru hin fyrstu þar sem lítil börn eru ekki lengur eingöngu alin upp innan fjölskyldu sinnar heldur af ókunnugum sem vinna við uppeldi barna viku eftir viku, ár eftir ár og alltaf með ný og ný börn í fanginu.

Mikilvægi þess að til starfa í leikskólunum veljist hæfileikaríkir einstaklingar sem hafa til að bera þolinmæði, þekkingu og getu, verður seint fullmetið. Í dag getum við ekki mannað leikskólana okkar eingögu með menntuðum leikskólakennurum, en í samfélagi okkar eru fleiri stéttir sem hafa sérhæft sig í kennslu leikskólabarna. Sterkur leikskóli verður til með sterkum einstaklingum sem sinna og kenna yngstu börnunum okkar. Það er hlutverk þeirra sem stjórna að valdefla fólkið sitt þannig að það geti sem best sinnt uppeldi og kennslu í leikskólunum.

Því segi ég virðum ólíka fagmenntun innan uppeldisgeirans og borgum laun eftir því í leikskólanum.

 


Emma Sigurgeirsdóttir Vídó
 

Höfundur skipar 13. sæti á framboðslista Fyrir Heimaey í komandi bæjarstjórnarkosningum.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.