Herjólfur til Þorlákshafnar í dag

10.Maí'18 | 08:37
herjolfur_smab_fuglar

Herjólfur leggur hér úr höfn í Eyjum. Mynd/TMS

Ófært er til Landeyjahafnar og því siglir Herjólfur til Þorlákshafnar í dag, 10. maí. Brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 08:00 og 15:30
Brottför frá Þorlákshöfn klukkan 11:45 og 19:15, segir í tilkynningu frá Sæferðum.

Þeir farþegar sem áttu bókað til/frá Landeyjahöfn 08:00/12:45 eiga nú bókað til/frá Þorlákshöfn 08:00/11:45. Þeir farþegar sem áttu bókað til/frá Landeyjahöfn 15:30/19:45 eiga nú bókað til/frá Þorlákshöfn 15:30/19:15.

Farþegar sem áttu bókað í aðrar ferðir þurfa að hafa samband við afgreiðslu í síma 4812800 til að færa sig í aðrar lausar ferðir eða fá endurgreitt þar sem þeirra ferð fellur niður. Afgreiðslan er opin frá 7:30.

Ef gera þarf breytingu á áætlun verður send út tilkynning. Farþegar eru beðnir um að skilja bíla ekki eftir í Þorlákshöfn þar sem þeir geta lent í vandræðum vegna þessa, sigli Herjólfur til Landeyjahafnar á morgun, segir ennfremur í tilkynningunni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is