Bæjarráð Vestmannaeyja:

Samþykktu 20 ára leigusamning við mjaldrafélag

9.Maí'18 | 14:51
fiskidja_2018

Fiskiðjuhúsið. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær 20 ára leigusamning við eitt stærsta skemmtigarðafélag heims um 800 fermetra húsnæði Fiskiðjunnar að Ægisgötu undir fiska- og náttúrugripasafn. 

Leiguverðið er 95 þúsund krónur á mánuði fyrstu fimm árin og tvöfaldast svo. Félagið stefnir að því að byggja annað 800 fermetra hús undir mjaldrasundlaug sunnan við Fiskiðjuna og tengja húsin saman með tengibyggingu, segir í frétt á vefsíðu RÚV.
 
Samningurinn er við The Beluga Building Company ehf., sem var sett á fót af Merlin Entertainment og stefnir einnig að því að flytja nokkra mjaldra til Íslands og hafa þá til sýnis í Klettsvík í Eyjum. Merlin Entertainment er næststærsta skemmtigarða- og afþreyingarfyrirtæki í heimi og það stærsta í Evrópu. Það rekur meðal annars alla átta Legoland-garðana sem til eru, vaxmyndasöfn undir merkjum Madame Tussauds í 21 borg og London Eye-parísarhjólið, svo fátt eitt sé nefnt.

Leigusamningurinn sem bæjarráð samþykkti í gær er til 20 ára. Leiguverðið fyrir fermetrana 800 er 190 þúsund krónur á mánuði en fyrstu fimm árin verður veittur af því helmingsafsláttur. Þá fær Vestmannaeyjabær hluta af tekjum ef þær fara yfir 125 milljónir á ári. Páll Marvin Jónsson, formaður bæjarráðs, segir að Vestmannaeyjabær fengi þá 10% af umframtekjunum. Gert er ráð fyrir 30 til 40 þúsund gestum á ári.

Stofnkostnaður við safnið, þar sem lunda og hvölum verður gert sérstaklega hátt undir höfði, er áætlaður um 500 milljónir og Vestmannaeyjabær tekur engan þátt í honum. Leigusamningurinn gerir ráð fyrir að ákveði fyrirtækið að hætta starfsemi muni bærinn eignast safnið og allt tilheyrandi honum að kostnaðarlausu, að því er segir í fundargerð bæjarráðs.

„Bæjarráð fagnar þessum samningi og telur að með honum séu hagsmunum Vestmannaeyjabæjar afar vel borgið,“ segir í fundargerðinni.

Til stendur að mjaldrarnir komi til landsins í mars á næsta ári, að sögn Páls Marvins, og að safnið opni samhliða því.

 

Ruv.is

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.