HSU Vestmannaeyjum:

Fjöldi vitjana í heimahjúkrun jókst um 84%

á fjögurra ára tímabili, frá ársbyrjun 2014 til og með árinu 2017

9.Maí'18 | 05:40
hsu_eyjum

Starfstöð HSU í Vestmannaeyjum. Mynd/TMS

Í pistli á heimasíðu HSU bendir Herdís Gunnarsdóttir m.a á að uppgjör síðasta árs sýni gífurlega aukningu í allri starfsemi stofnunarinnar.  Þá bendir hún á að frá ársbyrjun 2014 til og með árinu 2017 hefur fjöldi vitjana í heimahjúkrun aukist um 84% í Vestmannaeyjum,

Pistil Herdísar má lesa hér að neðan:

Nú þegar fjórðungur er liðinn af árinu er ljóst að rekstur ársins 2018 verður áskorun fyrir okkur.  Hingað til höfum við haldið að okkur höndum með þær nauðsynlegu viðbætur sem þarf að setja inn í þjónustuna og mönnun hjá okkur. Verulegar viðbætur voru settar inn í rekstrarfé stofnunarinnar á árinu 2017 en þó ekki í samræmi við nauðsynlegar viðbætur til að manna grunnþjónustuna að fullu.  Ég hef lagt áherslu á að þau reiknilíkön sem notuð eru til að áætla okkar rekstarfé séu réttmæt og áreiðanleg og taki sem best mið að þeim raunveruleika sem við búum við í grunnheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Nauðsynlegt er að endurskoða reiknilíkön þannig að þau þjóni tilgangi sínum.  Ör vöxtur í fjölgun íbúa og þjónustu við ferðamenn í umdæminu okkar setur miklar kröfur á okkur um að uppfylla skyldur okkar samkvæmt lögum, en fyrir hlutfallslega minna fé.

Uppgjör síðasta árs sýnir gífurlega aukningu í allri okkar starfsemi.  Fordæmalaus aukning er í þjónustunni, bæði í heilsugæslu, samdægursmóttökum, rúmanýtingu sjúkrarýma, biðtíma eftir hjúkrunarrýmum, aukningu í heimahjúkrun, fjölda sjúkraflutninga og komum á bráða- og slysamóttöku. Sem dæmi má nefna að frá ári sameiningar HSU, á fjögurra ára tímabili, frá ársbyrjun 2014 til og með árinu 2017 hefur komum á slysa og bráðmóttöku á Selfossi fjölgað um 44%, sjúkraflutningar í umdæminu hafa aukist um 37%, og fjöldi vitjana í heimahjúkrun hafa aukist um 84% í Vestmannaeyjum, 109% í Þorlákshöfn og 91% í Laugarási.

Í dag var framkvæmdastjórn HSU boðuð til fundar hjá Velferðarnefnd Alþingis til að ræða þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019-2023.  Á fundinum var nefndarmönnum afhent tölfræðileg gögn og upplýsingar um starfsemina og farið yfir þjónustuna, tækifærin og stærstu áskoranirnar í rekstri HSU. Á fundinum fór fram gott samtal um fjölbreytta starfsemi HSU, fjölgun íbúa, vöxt á öllum sviðum starfseminnar í rekstri heilsugæslu, bráðþjónustu, utanspítalaþjónustu, sjúkrahúsþjónustu og rekstur hjúkrunarrýma, eflingu sérfræðiþjónustu, kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstétta.  Einnig var rætt um þann góða árangur sem náðst hefur hjá HSU að laða til sín gott og öflugt starfsfólk og þá sérstöðu að hjá okkur skuli nánast allar stöður vera fullskipaðar.  Það er ekki sjálfsagt í umhverfi þar sem mikil vöntun er víða á heilbrigðisstarfsfólki og vakti athygli þingmanna í nefndinni. Eins var farið yfir að núverandi tillaga í fjármálaáætlun uppfyllir ekki þarfir HSU fyrir rekstrarfé til að mæta framangreindri aukningu í þjónustunni. Við þökkum fyrir góða áheyrn sem við fengum í Velferðarnefnd og þann áhuga sem þingmenn sýndu starfseminni.

 

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%