Dagskrá Landakirkju

9.Maí'18 | 14:41
landakirkja

Landakirkja. Ljósmynd/TMS

Að venju er mikið starf framundan í kirkjunni okkar. Meðal annars er eldri borgara messa á morgun, Uppstigningardag. Batamessa og messudagur Oddfellow-systra verður í Landakirkju á sunnudaginn.

Dagskráin fram í næstu viku lítur annars svona út:

Fimmtudagur 10. maí - Uppstigningardagur

14:00 Eldri borgara messa í Landakirkju. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Lalla. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og prédikar. Kvenfélag Landakirkju býður kirkjugestum upp á veglegar veitingar í safnaðarheimili að messu lokinni

 

Föstudagur 11. maí

15:15 Æfing hjá Barnakór Landakirkju

 

Laugardagur 12. maí

11:00 Útför - Aðalheiður Halldórsdóttir, Kæja

 

Sunnudagur 13. maí

11:00 Batamessa og messudagur Oddfellow-systra í Landakirkju. Kitty stýrir Kór Landakirkju sem syngur í guðsþjónustunni. Sr. Guðmundur Örn leiðir og verður með trúfræðslu. Vinir í bata koma að messunni með dágóðum hætti.

 

Mánudagur 14. maí

17:00 Tónleikar söngnemenda í safnaðarheimili kirkjunnar

20:00 Vinir í bata - Framhaldshópur

 

Þriðjudagur 15. maí

17:00 Æfing fyrir fermingu á hvítasunnudag (20. maí)

20:00 Samvera Kvenfélagsins Landakirkju í safnaðarheimilinu

 

Miðvikudagur 16. maí

10:00 Bænahópur með samveru í fundarherbergi Landakirkju

 

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.