Jarl Sigurgeirsson skrifar:

Varðandi skrif Guðmundar Ásgeirssonar

8.Maí'18 | 14:21
jarl

Jarl Sigurgeirsson

Varðandi skrif Guðmundar Ásgeirssonar um samgöngur og áhættu þá varð mér hugsað nokkra áratugi aftur í tímann. Ég er þakklátur því að fólk með þennan hugsunarhátt var ekki við stjórnvölinn árið 1973 þegar við Eyjamenn ákváðum að gefast ekki upp, heldur setjast aftur að á eldfjallaeyjunni okkar þrátt fyrir að sumir teldu það óráðsíu. 

Það var fólk með kjark og þor sem snéri aftur og byggði upp þá blómlegu byggð sem við búum í dag.

Það er þá ágætt að stefna H listans sé hér komin fram. Með þennan hugsunarhátt við stjórnvölinn hefðum við ekki verið að landa þessum samningi við ríkið og værum að fara í enn eitt útboðið á þjóðveginum okkar. Við þekkjum þá leið og hún hefur ekki verið að skila okkur viðlíka úrbótum í samgöngum og við nú erum vitni að.

Þá er ótrúlegt að setja einn daginn fram tillögur um meiri hita í sundlaugar og útisvæði sem kalla á gríðarlega aukningu árlegs rekstarkostnaðar og gagnrýna svo að fjármagn sé lagt í mesta hagsmunamál bæjarbúa. Í fyrra tilfellinu er þó engin áhætta, þar er bara algerlega öruggt að peningarnir eru farnir. Hvað rekstur Herjólfs varðar þá er það hugsanlegur fjarlægur möguleiki að fjármagnið gæti glatast.

Sé einhver alvara á bak við þessi skrif um áhættu í rekstri þá hlýtur það að verða fyrsta verk nýs bæjarstjóra H-listans að segja upp þessum samningi og forðast þannig þá áhættu sem Guðmundur Ásgeirsson nefnir í sinni grein, þar með er þá einnig farinn sá ávinningur sem náðst hefur með samstilltu átaki bæjarstjórnar undir stjórn Sjálfstæðismanna. Í því tel ég liggja mestu áhættuna nú um þessar mundir.

 

Jarl Sigurgeirsson

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.