Landsbankinn og ÍBV endurnýja samstarfssamning

8.Maí'18 | 14:29
samningur_ibv_landsbanki_ads

Frá undirskriftinni í dag. Ljósmynd/aðsend

Landsbankinn og ÍBV hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til tveggja ára og gildir hann út árið 2020. Það voru þeir Jón Óskar Þórhallsson, útibússtjóri Landsbankans í Vestmannaeyjum og Unnar Hólm Ólafsson, formaður ÍBV-Íþróttafélags sem skrifuðu undir samninginn.

„Landsbankinn vill styðja við öflugt íþróttastarf ÍBV-Íþróttafélags, sem endurspeglast í þeim eftirtektarverða árangri sem félagið hefur náð á undanförnum árum bæði í knattspyrnu og handknattleik,“ segir Jón Óskar.

„Stuðningur sem þessi skiptir félagið miklu máli og hjálpar okkur að halda áfram að ná þeim árangri sem félagið stefnir alltaf á,“ segir Unnar Hólm.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.