Hjá Eyjalistanum eru heilbrigðismálin mikilvæg!

8.Maí'18 | 09:32
helga_johanna_litil

Helga Jóhanna Harðardóttir

Heilbrigðismálin eru mikilvægur þáttur í samfélaginu í eyjum. Þetta eru eitt af þeim stóru málum sem við erum sammála um að þurfi að komast í betra horf. Sumir segja að þetta sé ekki vandamál sveitafélagsins og sé á könnu ríkisins. 

Vissulega rekur ríkið heilbrigðisstofnunina okkar en við sem sveitarfélag getum tekið höndum saman og þrýst á ákveðin svör frá ríkinu:

  • Við þurfum að fá ríkið til þess að endurskilgreina hlutverk sjúkrahússins. Hvaða hlutverki á stofnunin að gegna í framtíðinni?
  • Við þurfum að þrýsta á að öryggi íbúa í Vestmannaeyjum sé alltaf í fyrirrúmi. Sjúkraflugið þarf að bæta, við þurfum að hafa aðgang að sjúkraflugi sem er nær okkur en Akureyri.
  • Við þurfum að þrýsta á meiri samvinnu milli félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu.
  • Við þurfum líka að hjálpast að við að bæta ímynd Heilbrigðisstofnunarinnar. Á meðan allt umtal er neikvætt þá fáum við ekki lækna og sérfræðinga til þess að koma og starfa hjá okkur.

Það má ekki gleymast að það er margt gott við sjúkrahúsið líka. Hér fá sjúklingar langoftast að liggja lengur inni en t.d. á Höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki allt yfirfullt hjá okkur og enginn þarf að hvílast frammi á gangi.

Heilbrigðismálin skipta okkur máli. Við hjá Eyjalistanum erum sammála því að við getum beitt okkur á ýmsan hátt fyrir bættri heilbrigðisþjónustu þó svo að þetta sé á könnu ríkisins.

 

Helga Jóhanna Harðardóttir

 

Höfundur skipar 2. sæti á lista Eyjalistans í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.