Páll Guðmundsson skrifar:

Um áhættu okkar

7.Maí'18 | 22:24
nyr_her_crist

Nýr Herjólfur á að koma til landsins í haust.

Það fylgir því sannalega áhætta að standa í rekstri.  Það þekki ég ágætlega eftir að hafa sjálfur staðið í rekstri í áratugi. Ég veit því að ávinningur fæst ekki nema með áhættu. Sé ekki þor til staðar sigla tækifærin framhjá. Þannig hefur það alltaf verið og þannig er það enn.

Þess vegna þarf fólk með þor og reynslu í forystu fyrirtækja og bæjarfélaga.

Guðmundur Ásgeirsson sem skipar 4. sæti H-listans fjallaði um í aðsendri grein á þessum miðli um áhættu Vestmannaeyjabæjar vegna samnings um rekstur Herjólfs og gerði hann mikið úr áhættu bæjarins. 

Guðmundi til upplýsinga er rétt að skýrt komi fram að tvennt hafi öðru fremur verið leiðarljós hjá okkur sem komum að samningum við ríkið um rekstur Herjolfs fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Í fyrsta lagi að auka þjónustustigið meira en stefnt var að í útboði og í öðru lagi að draga úr áhættu eins mikið og möglegt væri án þess að fórna ávinningi okkar bæjarbúa.  Hvoru tveggja náðum við.

Hér verður komið inn á nokkur atriði sem við samningamenn bæjarins náðum fram varðandi það að draga úr áhættu bæjarins.

1.  Stofnað verður um reksturinn sérstakt opinbert hlutafélag.  Þetta þýðir að fjárhagsleg áhætta bæjarins felst einugis í því stofnfé sem bærinn leggur fram. Fjárhagsleg áhætta bæjarins mun því ekki fara umfram það stofnfé sem Vestmannaeyjabær leggur til og auðvitað er miðað við af stofnfé skili sér aftur til eiganda.  Það er markmið allra í rekstri.

2.  Samningurinn er einungis til tveggja ára og hægt er að segja upp samningnum með sex mánaða fyrirvara innan samningstímans.

3.  Skipið verður afhent fullbúið og með þjálfaðri áhöfn. Tilbúið til rekstrar.

4.  Rekstur Landeyjahafnar er alfarið á vegum ríkisins og komi til þess að sigla þurfi meira til Þorlákshafnar en áætlað er þá er ákvæði um það í samningnum að ríkið muni leggja til aukið fjármagn til rekstursins. Fjárhagsleg áhætta Vestmannaeyjabæjar vegna reksturs Landeyjarhafnar er því ekki til staðar.

5.  Launakostnaður miðaður við ákveðin fjölda í áhöfn.  Þurfi að fjölga í áhöfn hækka framlög ríkisins. Á sama hátt hækka framlög ef olíverð, hafnagjöld og fl. hækka.       

 

Það mun vera einhver áhætta af því  taka yfir rekstur Herjólfs. Hún er þó takmörkuð en henni fylgir mikill ávinningur fyrir okkur Vestmannaeyinga. Það sem hræðir einn frá ákvörðun skilur annar sem tækifæri til að bæta ástand sem verið hefur verið óþolandi í áratugi. 

 

Páll Guðmundsson

pall_gudm_fb

Páll Guðmundsson

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).