Styrmir Sigurðarson skrifar:

Heilbrigðismál

6.Maí'18 | 15:15
thyrlan

Þyrlur Gæslunnar hafa þurft að fara þó nokkrar ferðir það sem af er ári til Eyja til að sækja sjúklinga. Mynd/TMS

Heilbrigðismál er oft í umræðunni í Vestmannaeyjum og við höfum sterkar skoðanir á þeim málaflokki. Vegna legu okkar og einangrunar erum við í sérstöðu hvað varðar flutning á veikum eða slösuðum, sé ekki talað um verðandi mæður.

Heilbrigðsstofnun Suðurlands hefur unnið að því að fá skilgreiningu frá ráðuneyti heilbrigðismála hver þjónustan eigi að vera hér. Heyrst hefur í umræðunni að hér verði að vera svæfingar-og skurðlæknir allt árið en eftir því sem best verður vitað er slíkt kostnaðarsamt og ekki á hreinu hvar sá kostnaður lendir miðað við skilgreint þjónustustig í dag. 

Það hefur verið í umræðunni að leysa vandann með því að staðsetja sjúkraþyrlu á Suðurlandi og mun starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skila af sér tillögum á allra næstu dögum. Það yrði bylting fyrir okkar samfélag ef þyrla yrði staðsett á okkar nærsvæði, með mönnun allan sólarhringinn af bráðalækni og bráðatækni.

Það yrði mikil aukning á gæðum og viðbragði á bráðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Það gæti einnig aukið á öryggi verðandi mæðra þegar viðbragðs-og flutningstími er styttur svona áþreifanlega. Það gæti gert það að verkum að fæðingum myndi fjölga aftur í Eyjum sem eru jákvæðar fréttir.

Það vekur furðu mína að núverandi bæjarfulltrúar minnihluta og meirihluta sýni þessu brýna hagsmunamáli okkar Eyjamanna engan áhuga og einblína einungis á eina lausn í þessu máli sem er á valdi annarra.

Ég hvet því frambjóðendur allra framboða að styðja við þessa hugmynd til að tryggja bætingu á þessari þjónustu til handa Eyjamönnum og þeirra sem heimsækja Heimaey.

Það breytir því samt ekki að það er full þörf á að á skilgreina og meta þörfina á hvernig læknauppsetning sé í Vestmannaeyjum til frambúðar og það er hlutverk kjörinna fulltrúa að veita yfirvöldum aðhald í þeim efnum. 

Fyrir-Heimaey mun mæla áfram fyrir aukningu á gæðum heilbrigðisþjónustu og öruggum og skjótum flutningi á fólki sem þarf á því að halda.

 

Styrmir Sigurðarson

 

Höfundur skipar 12. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi bæjarstjórnarkosningum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).