Pepsi-deild karla:

Eyjamenn fá Fjölni í heimsókn í dag

6.Maí'18 | 06:10

Í dag taka Eyjamenn á móti liði Fjölnis í Pepsí-deild karla. ÍBV tapaði í fyrstu umferð gegn Blikum á meðan Fjölnismenn gerðu jafntefli við KA. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 16.00 í dag, en fyrir þá sem ekki komast á völlinn er rétt að benda á að leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.

Eyjaliðinu barst liðsauki í gær er enski knatt­spyrnumaður­inn Dav­id Atkin­son gekk til liðs við ÍBV á nýj­an leik og hef­ur hann fengið leik­heim­ild fyr­ir leikinn í dag. Und­ir lok apríl virt­ist frá­gengið að Atkin­son kæmi til Eyja en síðan hljóp snurða á þráðinn. Mál­in hafa nú  verið frá­geng­in, að því er greint er frá á vef mbl.is.

Atkin­son lék með Eyja­mönn­um seinni hluta síðasta tíma­bils en hann er 25 ára gam­all varn­ar­maður og kom frá enska liðinu Blyth Spart­ans en hafði áður verið í röðum Carlisle og Midd­les­brough. Hann gekk til liðs Blyth Spart­ans á ný í októ­ber.

 

Sun. 6. 5. 2018, Hásteinsvöllur kl: 16:00, ÍBV - Fjölnir, í beinni

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.