Hrefna Jónsdóttir skrifar:

Við getum gert betur!

4.Maí'18 | 15:45
Hrefna í lit_2

Hrefna Jónsdóttir

Í Vestmannaeyjum er starfrækt félagsmiðstöðin Rauðagerði þar sem þjónusta hefur verið skorin niður jafnt og þétt síðustu ár. Fyrir tveimur árum kom frétt í bæjarblöðunum þar sem kynntar voru breytingar á starfsemi  Rauðagerðis.

Þar átti lengd viðvera fatlaðra barna og ungmenna að fara fram í Heimaey, vinnu og  hæfingarstöð. Þar kom fram að Rauðagerði yrði opið fimm kvöld í viku og tvo seinni parta eða 16,5 klst og var það gert að óskum ungmennaráðs Rauðagerðis.

Í dag, ekki einu sinni tveimur árum seinna, er opið tvö kvöld í viku. Jafnframt er opið einn seinnipart og einn föstudag í mánuði sem gerir að meðaltali 7,5 klst. á viku sem félagsmiðstöðin okkar er opin skv. facebooksíðu Rauðagerðis.

Félagsmiðstöðin Rauðagerði er fyrir börn og unglinga á aldrinum 11-16 ára þar sem stuðlað er að jákvæðum þroska ungs fólks. Ásamt sjálfstæði, bæði í verki og félagslegum samskiptum. Gera þau hæfari til að takast á við lífið þar sem áhersla er lögð á viðurkennt tómstundastarf, forvarnir, fræðslu, örvun félagsþroska og jákvæð samskipti.

Í nútíma þjóðfélagi virðast símar og tölvur vera að taka yfirhöndina og við sem samfélag þurfum að bregðast við því á einn eða annan hátt. Bætum þjónustuna á Rauðagerði og höfum hana faglega þar sem börn og ungmenni geta komið saman og átt eðlileg samskipti ásamt því að efla þroska sinn.

Fötluð börn og ungmenni eiga líka að geta tekið þátt sem virkir þátttakendur í samfélaginu með jafnöldrum sínum og þarf að færa þau nær þeim svo þau fái tækifæri til að efla þroska sinn á sem jákvæðastan hátt.

Breytum hugsunarhætti ungmenna í Vestmannaeyjum og gerum vinnuskólann á sumrin þannig að það sé gaman að vera í vinnuskólanum með fjölbreyttri vinnu, skapandi starfi og fræðslu. Það væri til dæmis hægt að tengja faglegt starf á Rauðagerði við vinnuskólann á sumrin. 

Bregðumst við og hjálpumst að við að gera þennan hóp betur undirbúin fyrir framtíðina.

 

Hrefna Jónsdóttir

 

Höfundur skipar 5.sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).