Ný markaðsásýnd VSV á sjávarútvegssýningu í Brussel

4.Maí'18 | 06:50
brussel_syning_2018_vsv

Frá bás Vinnslustöðvarinnar á sýningunni. Mynd/vsv.is

„Við ræktum tengsl við núverandi viðskiptavini og hittum líka mögulega nýja viðskiptavini, fólk sem sýnir því áhuga sem við höfum að bjóða. Í framhaldinu höfum við samband og oft verða þannig ný viðskiptatengsl,“  segir Björn Matthíasson, rekstrarstjóri About fish, markaðs- og sölufélags VSV.

Hann er nýlega kominn heim af sjávarútvegsráðstefnu í Brussel þar sem 28.500 sýnendur, kaupendur, fagfólk af ýmsu tagi og fjölmiðlungar frá 150 löndum  komu saman. Frá þessu var greint á vef Vinnslustöðvarinnar - vsv.is.

Náum öllum saman á einn stað við svona tækifæri

„Sýningarnar í Brussel eru bæði umfangsmiklar og fjölsóttar og því mjög góður vettvangur til að kynna sig og kynnast öðru, treysta böndin við markaðinn okkar. Við erum með söluskrifstofur og markaðsfólk að störfum víðs vegar um veröldina og náum því öllu saman á einn stað við svona tækifæri. Það er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér að geta farið yfir málin og borið saman bækur sínar til frekari markaðssóknar.

Nýtt vefsvæði Vinnslustöðvarinnar

Svo var sýningin núna söguleg fyrir Vinnslustöðina að því leyti að við frumsýndum þar nýtt útlit eða ásýnd fyrirtækisins gagnvart erlendum markaði. Sjálfur sýningarbásinn bar þess merki, nýtt kynningarefni líka og síðast en ekki síst VSV-vefurinn sem tekið hefur stakkaskiptum. Hann var opnaður í Brussel og er að stórum hluta á ensku enn sem komið er en íslenski hlutinn verður tilbúinn fljótlega.

Áhersla lögð á náttúrufar Vestmannaeyja og Íslands

Danskt markaðsfyrirtæki, Kunde & Co (kunde.dk) tók að sér markaðsrannsóknir fyrir okkur. Nýtt viðmót varð til undir stjórn Dananna í framhaldinu þar sem áhersla er lögð á náttúrufar Vestmannaeyja og Íslands, ferskleika og hreinan sjó.  Viðbrögðin voru góð og Baldur Þór Bragason á Brynjólfi VE-3 trekkti gesti að básnum á stórri mynd sem vakti sérstaka athygli!“

Fleiri myndir frá sýningunni má sjá hér.

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-