Stefán Óskar Jónasson skrifar:

Eyjalistinn mun áfram standa vörð

4.Maí'18 | 10:34
stefan_o_litil

Stefán Óskar Jónasson

Nú í lok kjörtímabils þeirrar bæjarstjórnar sem nú situr er fjölmargt sem hægt er að rifja upp þar sem bæði minni- og meiri hluti bæjarstjórnar hefur verið samstiga um afgreiðslu mala og þess vegna hafa fjölmörg þeirra náð fram að ganga, mál sem snerta framtíð Vestmannaeyja.

Meirihluti núverandi bæjarstjórnar gleymir því oft að minnihlutinn á alls ekki síður mikinn og stundum mestan þátt í því að staða Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans er að mestu leyti góð þótt meirihlutinn þakki sér árangurinn án þess að hika. Rétt er og að taka fram að peningar þeir sem fengust við sameiningu Bæjarveitna og Hitaveitu Suðurnesja á sínum tíma hafa lagt grunninn að góðri fjárhagsstöðu og skiptu vissulega sköpum um fjármálastöðuna en ekki einungis einhver fjármálakæska meirihluta bæjarstjórnar. Þannig er það nú einfaldlega.

Vestmannaeyjahöfn sem er í raun hryggjarstykkið í atvinnulífi Vestmannaeyja stendur vel um þessar mundir. Þar kemur enn til að samstaða hefur ríkt um fjölmörg mikilvæg mál og fjölmörg mál hafa komið þar fram af frumkvæði minnihlutans. Leggja á 90 milljónir til verkefna hafnarinnar á þessu ári. Einnig hefur verið gerð áætlun um höfnina fram til ársins 2021. Þetta tel ég afar mikilvægt vegna þess hve mikilvæg höfnin, starfsemi hennar og aðstaða í henni er ótrúlega stór þáttur í samfélaginu.

Nú er ný sorpeyðingarstöð í umhverfismati og ef útkoman úr því verður hagstæð er ekki eftir neinu að bíða með að reisa fullkomna brennslu sem fullnægir öllum skilyrðum og setja þannig sorpmálin í góðan og eðlilegan farveg. Stöðin gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög. Einnig kunna að skapast þar möguleikar á að stöðin geti framleitt heitt vatn inn á hitaveitukerfið.

Að lokum við ég leyfa mér að vona að samningurinn um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs leiði til mjög bættra samgangna. Það mál var unnið af bæjarstjórn í heild sinni, ekki bara af meirihlutanum eins og nú er verið að gefa í skyn.

Kosningar eru á næsta leiti. E listinn er þar vænlegur kostur. Hann mun sannarlega standa vörð um hagsmuni Vestmannaeyja.

 

Stefán Óskar Jónasson

 

Höfundur skipar 3. sæti á lista Eyjalistans í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.