Breki VE til heimahafnar á sunnudag

4.Maí'18 | 12:19
brekinn_vsv

Breki VE. Mynd/vsv.is

Nýju tog­ar­arn­ir Páll Páls­son ÍS og Breki VE sigla nú hraðbyri norður Atlants­hafið og eru vænt­an­leg­ir til heima­hafna um helg­ina. Syst­ur­skip­in voru smíðuð í Kína og lögðu af stað frá borg­inni Shi­da­ho í Rongcheng-héraði 22. mars síðastliðinn.

Tog­ar­arn­ir fylgd­ust að frá Kína til Möltu en þá skildi leiðir og er Páll tæp­um sól­ar­hring á und­an Breka. Heim­sigl­ing­in hef­ur gengið mjög vel til þessa, segir í frétt á mbl.is

Von er á Páli Páls­syni til Ísa­fjarðar síðdeg­is á laug­ar­dag eða að morgni sunnu­dags. Laug­ar­dag­inn 19. maí verður form­leg mót­töku­at­höfn þar sem skip­inu verður gefið nafn, það blessað og sýnt al­menn­ingi.

Gert er ráð fyr­ir að Breki komi til heima­hafn­ar í Vest­manna­eyj­um fyr­ir há­degi á sunnu­dag. Skipið verður sýnt al­menn­ingi síðdeg­is, en form­leg nafn­gift­araf­höfn verður í Vest­manna­eyja­höfn föstu­dag­inn 1. júní. Þá verður nýja frystigeymsl­an á Eiði jafn­framt opin al­menn­ingi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%