Framundan í Landakirkju

3.Maí'18 | 06:45
IMG_2219

Frá Landakirkju. Ljósmynd/TMS

Að venju er fjölbreytt dagskrá framundan í Landakirkju. Á morgun, föstudag er til að mynda æfing hjá barnakór Landakirkju. Á sunnudaginn er svo ÍBV-messa, sem hefst klukkan 11.00.

Nánari dagskrá kirkjunnar fram í næstu viku má sjá hér að neðan.

Föstudagur 4. maí

15:15 Æfing hjá barnakór Landakirkju

 

Laugardagur 5. maí

14:00 Útför - Sigurlás Þorleifsson

 

Sunnudagur 6. maí

11:00 Guðsþjónusta - ÍBV-messa. Íþróttafélag okkar hér í Vestmannaeyjum verður í fyrirrúmi í guðsþjónustunni, bikarar verða á staðnum, lið karla og kvenna í helstu greinum mæta. Lesarar í guðsþjónustunni verða Sísí Lára og Grétar Eyþórs. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hvetjum alla til að mæta í ÍBV-búningum.

 

Þriðjudagur 8. maí

20:00 Gídeonfundur í fundarherbergi Landakirkju.

20:00 Samvera Kvenfélags Landakirkju í safnaðarheimilinu

 

Miðvikudagur 9. maí

10:00 Bænahópur með samveru í fundarherbergi Landakirkju

11:00 Helgistund á Hraunbúðum

 

Við viljum minna á viðtalstíma prestanna sem eru kl. 11-12 þriðjudaga til föstudaga eða eftir samkomulagi.

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.